Náttúran

Geta tourbillon-úrin upphafið þyngdarafl?

BIRT: 04/11/2014

Orðið tourbillon er franskt og merkir hvirfilvindur.

 

Þetta er heiti á sérstakri gerð gangvirkis í vélrænum úrum og telst til þess allra besta.

 

Í rauninni er þetta sérstök útgáfa af þeim hluta gangverksins sem nefnist gangráður og stýrir því hve hratt orkan í fjöðrinni er leyst úr læðingi – og hefur þar með úrslitaáhrif á nákvæmni úrsins.

 

Það var franski úrsmíðameistarinn Abraham-Louis Breguet sem fann upp þessa tækni árið 1795.

 

Ýmis vandamál fylgja því að fá vélrænt úr til að ganga rétt og þyngdaraflið er eitt þeirra.

 

Á tímum Breguets gengu menn almennt með vasaúr, en slík úr lágu yfirleitt í vasanum í sömu stellingum allan daginn. Þyngdaraflið hefur áhrif á hreyfihluti í úrinu og áhrifin verða meiri en ella ef úrið snýr alltaf eins. Breguet flutti því marga af hreyfihlutunum inn í gangverk sem sjálft snerist í hringi – tourbillon.

 

Þannig tókst honum að dreifa áhrifum þyngdaraflsins á úrverkið.

 

Nú eru tourbillon-úrin reyndar gagnrýnd fyrir að reynast ekki betur en önnur úr nema við sérstakar prófunaraðstæður sem ekki eigi endilega neitt skylt við raunveruleikann.

 

Eftir að úrin fluttust úr vasanum á úlnliðinn, er tourbillon-búnaðurinn einungis dýr lúxus en þýðingarlaus. Ódýr, stafræn úr eru ekki ónákvæmari.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.