Umbúðir eru ómissandi fylgifiskur margra matvæla sem við borðum, t.d. pizzukassinn, plastfilman utan um gúrkuna eða mjólkurfernan.
Vísindamenn frá University College í London hafa skoðað nánar magn efna í umbúðum og hvert þeirra er mögulega skaðlegt mönnum.
Rannsóknin leiddi í ljós 2881 svokölluð Food Contact Chemicals (FCC), þ.e. efni sem mögulega smitast í mat og drykk úr umbúðum eins og plasti, pappír, pappa, málmi, gleri og keramík.
Tveir þriðju eru bönnuð efni
Af þessum 2881 efnum voru 1035 samþykkt til notkunar í matvælum – sem þýðir að um tveir þriðju hlutar þeirra efna sem fundust eru ekki samþykktar til notkunar í matvælum.
Sum þeirra, td flúoríð, hafa verið bönnuð í matvælaumbúðum í fjölmörgum löndum.
Yfirvöld vinna svo með önnur efni – að annað hvort að banna eða setja viðmiðunarmörk. Til dæmis er notkun Bisfenól A bönnuð í t.d. pelum fyrir börn yngri en þriggja ára í Evrópusambandinu.
Vísindamenn hafa nú útbúið gagnagrunn sem nefnist FCCmigex, þar sem þeir munu kortleggja kerfisbundið hversu algengt FCC er í matvælum okkar.
Þrjú útbreidd efni sem gera matinn skaðlegan
Umbúðir innhalda m.a. bisfenól A, þalöt (þjálniefni) og jarðolíur sem allar eru grunaðar um að vera hættulegar.
Pizzukassinn veldur krabba
Jarðolíur eru t.a.m. notaðar í framleiðslu á pizzukössum og innihalda m.a. svonefnd MOAH efni. Efnin safnast fyrir í líffærunum t.d. lifrinni og geta verið krabbameinsvaldandi.
Mýkingarefni trufla hormón
Þalöt (þjálniefni) er notað til að mýkja upp margar gerðir plasts en er grunað um að trufla hormón. Efnin eru t.a.m. notuð í umbúðir utan um franskar kartöflur.
Niðursuðudósin er eitruð.
Bisfeól A er notað í allt frá lakki í niðursuðudósum og rafvörum í gler í gleraugum og vindmylluvængi. Efnið er grunað um að vera hormónatruflandi.