Kláði getur verið smitandi á sama hátt og til dæmis að geispi og hlátur.
Að öllu jöfnu eru góðar og gildar ástæður fyrir kláða – t.d. skordýrabit, húðsjúkdómar, þurr húð eða sólbruni. En bara það að sjá aðra klóra sér getur valdið kláða.
Lúsamyndbönd fær mann til að klæja
Rannsóknir hafa sýnt að fólk með exem er næmari fyrir smitandi kláða. Það sama á við manneskjur með sérstök persónueinkenni.
Þeir sem finna frekar til samúðar sem og þeir sem eru taugaveiklaðir eru líklegri til að smitast af kláða.
Allir geta þó fundið fyrir smitandi kláða. Í tilraun einni horfðu heilbrigðir einstaklingar á myndskeið af lús sem skríður um í hárinu og af fólki sem klórar sér í hársvörðinn. Á meðan horft var á myndskeiðin klóruðu þátttakendur sér oftar en venjulega og greindu í kjölfarið frá meiri kláðatilfinningu en þegar þeir horfðu á myndskeið með öðru efni.
Tilraunin leiddi einnig í ljós að andlegt ástand viðkomandi getur skipt máli. Þeir þátttakendur sem klóruðu sér mikið upplifðu líka meiri kvíða. Vísindamennirnir gátu þó ekki ályktað um orsakasamhengi – þ.e.a.s. hvort kláði valdi kvíða eða öfugt.
Að sjá aðra klóra sér skapar kláðatilfinningu
Vísindamenn hafa uppgötvað svæði í heilanum sem virkjast þegar við sjáum aðra klóra sér.
1. Kláði vekur upp minningar
Þegar einhver klórar sér virkjast svæði í heilaberkinum sem kallast forfleygur (precuneus) og svæði sem kallast temporal cortex. Svæðin eru líka virk þegar við sækjum minningar í heilanum.
2. Minningar verða að veruleika
Minningar okkar um kláða örva svæði hægra megin í heilaberki , kallað pOPC sem skiptir sköpum fyrir skráningu skynjunar í heilanum, t.d. á sársauka og kláða.
3. Heilinn fullnægir lönguninni
Virknin örvar hina svokölluðu frontal striatal hringrás sem virkjar heilasvæði sem eru með afgerandi hlutverk í t.d. verðlaunum og hreyfigetu. Síðan klórum við okkur.
Það er nánast ógerlegt að stilla sig um að klóra sér þegar mann klæjar. Svo örvæntingarfull var kona sem þjáðist af óstöðvandi kláða að hún klóraði á endanum gat í sjálfa höfuðkúpuna.