Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Af hverju finn ég fyrir kláða þegar aðrir klóra sér eða ég sé t.d. mynd af lús?

BIRT: 04/09/2024

Kláði getur verið smitandi á sama hátt og til dæmis að geispi og hlátur.

 

Að öllu jöfnu eru góðar og gildar ástæður fyrir kláða – t.d. skordýrabit, húðsjúkdómar, þurr húð eða sólbruni. En bara það að sjá aðra klóra sér getur valdið kláða.

 

Lúsamyndbönd fær mann til að klæja

Rannsóknir hafa sýnt að fólk með exem er næmari fyrir smitandi kláða. Það sama á við manneskjur með sérstök persónueinkenni.

 

Þeir sem finna frekar til samúðar sem og þeir sem eru taugaveiklaðir eru líklegri til að smitast af kláða.

 

Allir geta þó fundið fyrir smitandi kláða. Í tilraun einni horfðu heilbrigðir einstaklingar á myndskeið af lús sem skríður um í hárinu og af fólki sem klórar sér í hársvörðinn. Á meðan horft var á myndskeiðin klóruðu þátttakendur sér oftar en venjulega og greindu í kjölfarið frá meiri kláðatilfinningu en þegar þeir horfðu á myndskeið með öðru efni.

 

Tilraunin leiddi einnig í ljós að andlegt ástand viðkomandi getur skipt máli. Þeir þátttakendur sem klóruðu sér mikið upplifðu líka meiri kvíða. Vísindamennirnir gátu þó ekki ályktað um orsakasamhengi – þ.e.a.s. hvort kláði valdi kvíða eða öfugt.

Að sjá aðra klóra sér skapar kláðatilfinningu

Vísindamenn hafa uppgötvað svæði í heilanum sem virkjast þegar við sjáum aðra klóra sér.

1. Kláði vekur upp minningar

Þegar einhver klórar sér virkjast svæði í heilaberkinum sem kallast forfleygur (precuneus) og svæði sem kallast temporal cortex. Svæðin eru líka virk þegar við sækjum minningar í heilanum.

2. Minningar verða að veruleika

Minningar okkar um kláða örva svæði hægra megin í heilaberki , kallað pOPC sem skiptir sköpum fyrir skráningu skynjunar í heilanum, t.d. á sársauka og kláða.

3. Heilinn fullnægir lönguninni

Virknin örvar hina svokölluðu frontal striatal hringrás sem virkjar heilasvæði sem eru með afgerandi hlutverk í t.d. verðlaunum og hreyfigetu. Síðan klórum við okkur.

Það er nánast ógerlegt að stilla sig um að klóra sér þegar mann klæjar. Svo örvæntingarfull var kona sem þjáðist af óstöðvandi kláða að hún klóraði á endanum gat í sjálfa höfuðkúpuna.

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

© Kittyfly/Shutterstock,© Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is