Sólskinið er ákveðið form orku.
Til að plöntur geti nýtt þessa orku í ljóstillífun þarf bylgjulengd ljóssins að vera á bilinu 400 – 700 nm.
Þetta bil hefur verið nefnt PAR (Photosynthetically Active Radiation).
Styrkur ljóssins þarf líka að vera nægur til að litaflögur plöntunnar nái að drekka í sig orkuna.
Styrkurinn er mældur sem fjöldi ljóseinda sem skella á ákveðnum fleti innan ákveðins tímaramma og í þessu samhengi er lágmarksstyrkurinn 10 nmol á fermetra á sekúndu.
Sólarljós endurkastast vissulega frá tunglinu að næturlagi en missir við það svo mikinn styrk að jafnvel á alveg heiðskírri nóttu berast hingað í mesta lagi 0,5 – 5 nmol af ljóseindum á fermetra á sekúndu.
Þar með dugar tunglskinið ekki til ljóstillífunar.