Þegar flugvél fær meðvind í öflugum vindstreng getur hún aukið hraða sinn verulega.
Hinir hröðu vindstrengir eru eiginlega hátt liggjandi fljót af loftstraumi. Slíka er jafnan að finna í 9000 – 10500 metra hæð yfir jörðu, einmitt í þeirri hæð sem flugumferð er hvað mest.
Hraði vindstrengsins getur á vetrum náð allt að 400 km / klst. og þegar því er bætt við um 900 km / klst. sem er venjulegur hraði farþegavélar, mun flugvél yfir yfirborði jarðar hreyfast langtum hraðar en hljóðið, sem í hinu lága hitastigi í háloftunum fer með um 10060 km / klst. hraða.
Því virðist sem að flugvélin fari hraðar en hljóðið, en miðað við umliggjandi loft hreyfist flugvélin áfram á sínum venjulega hraða. Það er því engin hætta á að hún rjúfi hljóðmúrin. Það er þakkavert því skrokkur venjulegrar farþegavélar er alls ekki hannaður til að þola þau átök sem verða þegar flugvélar fara í gegnum hljóðmúrinn.
Vindstrengirnir eru breytilegir en yfirleitt fara þeir frá vestri til austurs. Flugmenn fylgjast grannt með veðurspám, enda geta þessir strengir sparað verulegt eldsneyti.