Alheimurinn

Getur Plútó rekist á Neptúnus?

BIRT: 04/11/2014

Það virðist ekki fráleit hugmynd að Neptúnus og Plútó gætu rekist saman, vegna þess að brautir þeirra skerast.

 

Plútó var þannig nær sólu en Neptúnus frá 21. janúar 1979 til 11. febrúar 1999.

 

Báða þessa daga fór Plútó fram hjá braut Neptúnusar án þess að nokkuð gerðist. Raunar verður Neptúnus alltaf staddur annars staðar í brautinni þegar Plútó fer hjá og hnettirnir tveir munu aldrei koma nær hvor öðrum en sem nemur um tveim milljörðum kílómetra.

 

Fyrir þessu eru tvær gildar ástæður. Annars vegar liggja brautirnar ekki í sama plani. Neptúnus snýst kringum sólina í nokkurn veginn sama plani og flestar hinar reikistjörnurnar. Dvergreikistjarnan Plútó fer hins vegar um braut sem hefur 17 gráðu halla gagnvart brautaplani annarra reikistjarna. Þegar Plútó fer inn eða út fyrir braut Neptúnusar er hann sem sagt alltaf talsvert undir eða yfir braut Neptúnusar.

 

Hin ástæðan er fólgin í svonefndri meðsveiflun eða sveifluhlutfalli þessara hnatta. Plútó fer tvo hringi um sólina meðan Neptúnus fer þrjá. Þetta hlutfall – 3:2 meðsveiflun – má greina stærðfræðilega og hér eru möguleikarnir tveir. Annað hvort er meðsveiflunin alveg stöðug og þá koma hnettirnir tveir aldrei í námunda hvor við annan, eða þá að meðsveiflunin veldur smám saman óstöðugleika sem þá myndi enda með því að minni hnötturinn sveiflaðist á endanum burtu.

 

En í tilviki Neptúnusar og Plútós er meðsveiflunin fullkomlega stöðug og þessir tveir himinhnettir munu því aldrei rekast saman.

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.