Regnbogi sem snýr öfugt er ekki venjulegur regnbogi, heldur myndast mjög hátt á himni.
Þetta fyrirbrigði birtist sem sagt miklu ofar en venjulegur regnbogi og myndast á annan hátt.
Ljósið brotnar í ískristöllum
Þetta er háskýjafyrirbrigði og stafar af því að ljósið brotnar í ískristöllum í þunnum skýjum, svonefndum klósigum hátt uppi í gufuhvolfinu. Ljósið brotnar þegar það berst úr lofti í annað efni, í þessu tilfelli ískristalla. Ljósið fer ekki á alveg nákvæmlega sama hraða gegnum þessi tvö efni og ljósgeislarnir breyta um stefnu.
Brothornið er misjafnt eftir bylgjulengd ljóssins. Ljós á löngum bylgjulengdum í rauða hluta ljósrófsins komast næst því að halda óbreyttri stefnu en ljósbylgjurnar í fjólubláa hlutanum brotna í krappara horn.
Hvítt ljós klofnar
Þannig klofnar hið upphaflega hvíta sólarljós í alla regnbogans liti. Það er þetta mismunandi ljósbrot sem myndar regnbogann í ískristöllum klósigans, rétt eins og venjulegur regnbogi myndast þegar ljósið brotnar í regndropum.