Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Framleiðandinn Pepsi fékk leyfi til að selja gosdrykkinn í Sovétríkjunum þegar þau lutu stjórn Nikita Krústsjovs. Hins vegar tók ekkert vestrænt ríki við greiðslu í gjaldmiðli kommúnistaveldisins. Þess í stað buðu Rússarnir Pepsi hlutdeild í skipaflota þeirra.

BIRT: 21/04/2024

Í júlí árið 1959 kom þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, Richard Nixon (1913-1994), í heimsókn til Sovétríkjanna með það fyrir augum að koma í veg fyrir að kalda stríðið færi á verri veg.

 

Með Nixon sem síðar meir átti eftir að verða forseti, var í för mannmörg viðskiptasendinefnd.

 

Opnun bandarísku kaupstefnunnar var þó nánast farin út um þúfur þegar hinn skapstóri leiðtogi Sovétríkjanna, Nikita Krústsjov, lenti í rifrildi við Nixon, þar sem þeir virtu fyrir sér bandarískt eldhús, útbúið kæliskáp og eldavél.

 

Aðstoðarforstjóri Pepsi-verksmiðjunnar, Donald Kendall, reyndi at lægja öldurnar með því að bjóða Krústsjov að bragða á gosdrykk fyrirtækis síns.

 

Kommúnistaleiðtoginn hreifst af bragðinu og skömmu síðar gerði Pepsi samkomulag við sovésku ríkisstjórnina sem veitti fyrirtækinu PepsiCo einkarétt á að versla við Sovétríkin.

 

Helsti keppinauturinn, Coca-Cola, fékk ekki leyfi til hins sama fyrr en 26 árum síðar.

 

Frá vodka yfir í kafbáta

Brátt birtist mynd af Krústsjov, drekkandi Pepsi, í mörgum sovéskum dagblöðum. Myndin kynnti gosdrykkjaframleiðandann svo um munaði og tryggði söluna handan járntjaldsins.

 

Þar sem sovéska rúblan var einskis virði á Vesturlöndum höfðu Rússarnir vöruskipti á gosdrykknum og Stolichnaya-vodka sem Pepsi-framleiðandinn fékk einkaleyfi fyrir í Bandaríkjunum.

 

Undir lok 9. áratugarins voru íbúar Sovétríkjanna hins vegar farnir að drekka um einn milljarð af Pepsi-flöskum árlega og Bandaríkjamenn sátu uppi með meira magn af vodka en þeir megnuðu að selja.

 

Til allrar hamingju áttu Rússarnir aðra söluvöru sem hægt var að nota í vöruskiptum.

 

Þegar kalda stríðið leið undir lok buðu Sovétmenn Pepsi-framleiðandanum vöruskipti sem fólu í sér að Bandaríkjamennirnir eignuðust 17 kafbáta sem voru komnir af léttasta skeiði, svo og beitiskip, varðskip og tundurspilli. Bandaríkjamennirnir þáðu boðið.

Á árunum eftir 1980 var Pepsi-gosdrykkurinn seldur í eins konar gosdrykkja-/pylsuvögnum í Sovétríkjunum.

Pepsi var fyrir vikið eigandi sjötta öflugasta herskipaflota heims um stundarsakir, allt þar til skipaflotinn sem farinn var að ryðga allverulega, var seldur í brotajárn.

 

Aðstoðarforstjóri Pepsi-verksmiðjunnar, Donald Kendall, státaði sig af viðskiptunum við helsta öryggisráðgjafa Bandaríkjahers:

 

„Við afvopnum Rússana hraðar en ykkur tekst!“

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT

Bettman/Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.