Líffræði
Þroskaðir bananar eru einu ávextirnir sem verða bláir í útfjólubláu ljósi.
Þessi óvenjulegi litur myndast í samhengi við þroskun banananna, þegar klórófýl í hýðinu brotnar niður og leysir úr læðingi efni sem vísindamennirnir hafa gefið heitið FCC-katabólít.
Þetta kynni að vera stór hluti skýringarinnar á því að bananar skuli vera svo miklu lengur að ná fullum þroska en aðrir ávextir, að unnt er að flytja þá með skipum frá Mið-Austurlöndum til Evrópu án þess að þeir taki að rotna.
Það voru vísindamenn hjá Innsbruck-háskóla og Columbia-háskóla sem gerðu þessa uppgötvun.