Þeir vængir sem við tengjum við englana í frásögnum biblíunnar, virðast hafa orðið til í heilabúi myndlistarmanna.
Menn þurftu skýringu á því hvernig englarnir komust frá himni til jarðar.
Biblían nefnir ekki vængi í tengslum við engla. Og englar biblíunnar öðluðust heldur ekki vængi fyrr um um 400.
Suma af elstu vængjunum má sjá á mósaíkmyndum í Santa Maria Maggiore-kirkjunni í Róm. Enn eldri vængi var þó reyndar að finna á myndum í katakombunun undir Rómaborg í lok 3. aldar.
Í öðrum trúarbrögðum, grískum, rómverskum og mið-austurlenskum, er einnig að finna vængjaðar verur. Sem dæmi má nefna forn-grísku guðina Hermes og Eros. Ennþá eldri eru vængjaðar verur Babýloníumanna og Assýringa, svo sem kerúbarnir, sem voru í dýrslíki en með mannshöfuð og vængi.
Í mörgum öðrum trúarbrögðum, t.d. íslam, hindúisma og búddisma er einnig að finna engla eða aðrar vængjaðar verur.