Náttúran

Hafa fiseindir massa?

Fiseindir fara í gegnum hvað sem er. Hvers konar eindir eru þetta eiginlega og þýðir þetta að þær séu massalausar?

BIRT: 03/03/2022

Fiseindir eru án nokkurs vafa dularfyllstar allra öreinda í nútíma eðlisfræði.

 

Austurríski eðlisfræðingurinn Wolfgang Pauli sagði fyrir um tilvist þeirra árið 1930 og þá í þeim tilgangi að skýra fyrirbrigði sem kallast beta-geislavirkni.

 

Fyrirbrigðið lýsir sér þannig að frumeind breytist skyndilega í nýja og losar þá rafeind. Orkan varðveitist hins vegar ekki eins og ætti að leiða af grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar. Pauli taldi að óþekkt eind flytti orkuna með sér á braut.

 

Margir töldu að ógerlegt yrði að sýna fram á tilvist fiseinda. Þær smjúga í gegnum hvað sem vera skal einmitt vegna þess að þær bregðast ekki rafrænt við öðrum eindum.

 

En 1956 tókst bandarísku eðlisfræðingunum Fred Reines og Clyde Cowan þó að gera það.

 

Með því að setja upp skynjara nálægt kjarnakljúfi nýttu þeir sér þá staðreynd að hann sendir frá sér gríðarlegan fjölda fiseinda og þeim tókst að greina fáeinar af þeim mikla fjölda. Síðar tókst mönnum líka að greina fiseindir frá sólinni.

 

Gallinn var þó sá að mönnum tókst einungis að greina um þriðjung þess fjölda sem vænta mátti.

 

Skýring á því fékkst ekki fyrr en 2001. Við kanadísku fiseindastöðina SNO (Sudbury Neutrino Observatory) gátu menn loks staðfest að fiseindir berast í því magni sem áætlað var en þær skipta milli þriggja mismunandi gerða og aðeins ein gerðin mælist. Hjá SNO gátu menn nú „séð“ allar gerðirnar.

 

Eðlisfræðingar telja það ótvírætt til marks um að fiseindir hafi massa, að þær skuli færar um að skipta um gerð. Massann hefur ekki verið unnt að mæla en hann er áætlaður um þúsundasti hluti af massa rafeindar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Náttúran

Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Lifandi Saga

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Jörðin

Hvaða eldfjall er hættulegast?

Menning

Topp 5 / Hvaða eyjar eru þéttbýlastar?

Maðurinn

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.