Tækni
Er útsýnið orðið þreytandi? Ýttu þá á hnapp og íbúðin tekur að snúast.
Þessi óvenjulegi möguleiki á nú að bjóðast íbúum í 68 hæða og 313 metra háum skýjakljúfi, „Rotating Tower“, sem verður fullbyggður 2009.
Þar eð hver hæð getur snúist sjálfstætt, breytist útlit skýjakljúfsins í sífellu.
Hönnuðirnir hjá fyrirtækinu Dynamc Architecture sjá þessa snúningsbyggingu fyrir sér sem upphafið að alveg nýrri byggingarlist.
Íbúðirnar eru fullgerðar í verksmiðju í minnstu smáatriðum, hver fyrir sig, og síðan fluttar á byggingarstað. Hér eru þær hífðar upp, komið fyrir á sínum stað og tengdar miðkjarna byggingarinnar.
Með þessu móti styttist byggingartíminn úr 30 mánuðum niður í 18 og að auki er ekki þörf fyrir nema 90 manns á byggingarstaðnum, en venjulega starfa um 2.000 manns við svo stórar byggingar.
Í þessari óhefðbundnu byggingu er einnig gert ráð fyrir láréttum vindmyllum milli hæða. Blöðin verða úr kolatrefjum og eiga samkvæmt útreikningum að framleiða meiri orku en íbúarnir þurfa að nota.