Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Smásætt vefsýni úr heila konu afhjúpar áður óþekktar taugafrumur og tengingar.

BIRT: 06/12/2024

Vísindamönnum hjá Harvardháskóla og Google hefur með aðstoð gervigreindar tekist að skapa stærsta þrívíddarmódel sögunnar af smásæju sýni úr heila konu, ásamt nákvæmnismyndum í hárri upplausn.

 

Vefsýnið var aðeins um einn rúmmillimetri, eða á stærð við hálft hrísgrjón en myndirnar sýndu að þar var að finna ekki færri en 57.000 frumur, 23 sm af æðum og 150 milljónir taugamóta, en þau mynda tengingar milli heilafrumna. 

 

Jafnframt afhjúpuðu nýju myndirnar bæði margar óþekktar taugafrumur og sjaldséðar tengingar, segja vísindamennirnir í niðurstöðuskýrslu sinni sem birtist í vísindatímaritinu Science.

 

Mjög nákvæm mynd af heilanum

Heilasýnið var tekið úr 45 ára konu sem skorin var upp vegna flogaveiki.

 

Harvard-vísindamennirnir skáru sýnið í 5.000 sneiðar, sem hver um sig voru 34 nanómetrar að þykkt. Sneiðarnar voru svo myndaðar gegnum rafeindasmásjá.

 

Vísindamennirnir hjá Google byggðu síðan gervigreindarmódel sem gat sett sneiðarnar saman í þrívíddarmynd af þessum örsmáa hluta úr mannsheila. Þetta segja vísindamennirnir gera kleift að greina áður óþekkt smáatriði í byggingu heilans. Þetta kemur fram í Nature.

 

Nýjar tengingar kortlagðar

Meðal þess sem áður var óþekkt voru sjaldgæfar tengingar milli heilafrumna. Í langflestum tilvikum fundu vísindamennirnir eina tengingu milli tveggja frumna en í sumum tilvikum tvær.

Endurgerð á stöðum taugafrumna í vefjasýni úr heila konunnar byggt á gögnum úr rafeindasmásjármyndum. Taugafrumurnar eru litaðar eftir stærð þeirra.

En þarna fundust einnig frumur sem deildu 50 tengingum. Og til viðbótar fundust taugaþræðir sem höfðu brugðið hnút á sjálfa sig.

 

Myndirnar sýndu líka taugafrumur sem tvær og tvær voru alveg eins. Það einkenndi líka þessar frumur að skjóta taugaþráðum, sem bera boð inn í frumuna – líka nefndir griplur – til tveggja mismunandi átta.

 

Gríðarstórt gagnasafn

Þetta gríðarstóra gagnasafn er 1,4 petabæti eða 1.400 terabæti. Það er varðveitt hjá Google og er öllum opið. Vísindamennirnir hvetja aðra áhugasama vísindamenn til að skoða þessi gögn.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© Google Research & Lichtman Lab (Harvard University). Renderings by D. Berger (Harvard University),

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.