Menning og saga

Heimamenn reistu Stonehenge

BIRT: 04/11/2014

Fornleifafræði

Í von um að geta upplýst leyndardóma Stonehenge hafa fornleifafræðingar árum saman leitað að rústum steinaldarbyggðar á þessu svæði – fram að þessu án árangurs.

 

Það vakti því óneitanlega athygli þegar breskir fornleifafræðingar uppgötvuðu nýlega leifar lítils þorps frá nýrri steinöld í aðeins örfárra km fjarlægð frá Stonhenge. Þorpið hefur staðið í um 3,2 km fjarlægð frá Stonehengi og í grennd við annað og minna þekkt minnismerki sem nefnist “Durrington Walls”.

 

Fornleifafræðingarnir hafa nú þegar grafið upp 8 hús í þorpinu en þeir telja að þar megi finna leifar alls hátt í 100 húsa.

 

Kolefnisgreining sýnir að þorpið er frá svipuðum tíma og Stonhenge, þ.e. um 2500 f.Kr. Fornleifafræðingarnir koma m.a. frá Manchester-háskóla og “National Geographic Society” og þeir telja að íbúar þessara húsa hafi verið þeir handverksmenn sem reistu bæði Stonhenge og Durrington-veggina.

 

Húsin stóðu á bakka Avon-árinnar og við göngustíg sem á sínum tíma hefur tengt minnismerkin tvö. Þau átta hús sem þegar hafa verið grafin upp voru öll byggð úr timbri, ferningslaga, 5 m á hvern veg og með eldstæði í miðjunni.

 

Fornleifafræðingarnir hafa auk húsanna sjálfra fundið í þeim ummerki um svefnstaði, setbekki og geymsluskáp sem staðið hefur við vegginn beint á móti dyrunum.

 

Steináhöld og dýrabein hafa fundist í þorpinu og leifar grísabeina sýna að grísirnir hafa verið um 9 mánaða gamlir þegar þeim var slátrað. Þorpsrústirnar sýna að íbúarnir hafa byggt bæði Stonehenge og Durrington-veggina og það voru líka þeir sem nýttu þessi mannvirki.

 

Íbúarnir héldu mikla hátíð við Durrington-veggina við vetrarsólhvörf, en við Stonhenge var hinna dauðu minnst við sumarsólstöður.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is