Það virðist næstum of gott til að vera satt. Djúpteikingarpottur sem notar 80% minni fitu með jafn góðum árangri.
Þetta er það sem Philipps segir hina nýju Airfrier áorka – bæði með franskar kartöflur, fisk og hvaðeina sem menn vilja djúpsteikja. Ef sú er raunin getur tæknin orðið til þess að draga úr þeirri offituplágu sem breiðist um heim allan. Airfrier virkar með aðstoð sérstaks einkaleyfis er nefnist Rapid Air.
Það þeytir loftinu um þannig að maturinn djúpsteikist á aðeins 12 mínútum. Airfrier getur jafnvel djúpsteikt margar tegundir samtímis, án þess að bragðið smitist á milli. Þá ætti djúpsteikingarbrælan einnig að vera á burt með svo lítilli olíunotkun.