Lifandi Saga

Helstu frumkvöðlar læknavísindanna

BIRT: 08/05/2023

1. Hippókrates: Hafnaði hindurvitnum

460 – ca. 377 f.Kr.:

Hippókrates er talinn fyrsti læknirinn í nútímalegum skilningi orðsins. Hann hafnaði hindurvitnum og trúarlegum bábiljum, eins og því að ráðfæra þyrfti sig við guðina þegar einhver veiktist.

 

Þess í stað leitaðist hann við að lækna sjúklinga út frá uppsafnaðri þekkingu sinni um hvernig líkaminn starfar.

 

Hann stofnaði læknaskóla á grísku eyjunni Kos og þaðan bárust byltingarkenndar hugmyndir Hippókratesar um að lækni bæri að rannsaka og skrá hvað gerði manneskjur sjúkar eða heilbrigðar til þess að bæta heilbrigði manna.

 


 Hippókrates er talinn standa að baki nokkurra læknisfræðilegra rita, m.a. greinasafninu „Corpus Hippocraticum“.

 

Í því er að finna hinn víðfræga Hippókratíska eið: Eiðstaf lækna sem varðar siðfræðilegar reglur í starfi lækna sem og innleiðingu þagnarskyldunnar.

 

2: Andreas Vesalius: Opnaði mannslíkamann

1514 – 1564:

Líkaminn er ein heild þar sem allir hlutar hans starfa saman.

 

Þetta byltingarkennda sjónarmið kom fyrst framhjá belgíska lækninum Andreas Vesalius í sjö binda verki hans frá 1543 „De Humani Corporis Fabrica“ („Um uppbyggingu mannslíkamans“).

 

Verk þetta var heimsins fyrsta líffærafræðirit. Í stað þess að leita til stjörnuspekinnar til að útskýra starfsemi líkamans eins og var venjan á hans dögum, krufði Vesalius látnar manneskjur.

 

Hann lýsti öllu því sem fyrir augu bar og fékk teiknara til að teikna upp hvaðeina með mikilli nákvæmni.

 

3. Alexander Fleming: Vann fúkkalyf úr myglusveppum

1881 – 1995:

Undir lok þriðja áratugar liðinnar aldar uppgötvaði breski læknirinn og örverufræðingurinn Alexander Fleming af hendingu nytsaman eiginleika myglusveppa: Þeir drápu stafýlokokkabakteríur.

 

Seinna tókst honum að þróa fyrsta sýklalyfið með því að einangra efnið pensilín úr gerlunum. Árið 1945 hlaut Fleming Nóbelsverðlaunin í læknisfræði, en þessi uppgötvun hans hefur síðan bjargað ótal mannslífum.

 

4. Louis Pasteur: Uppgötvaði örverur

1822 – 1895:

Örsmáar lífverur sem greinast ekki með beru auga smita líkamann og valda sýkingum í mönnum. Með þessari uppgötvun lagði franski líffræðingurinn Louis Pasteur grunninn að örverufræði.

 

En Pasteur lét sér ekki nægja að lýsa vandanum. Árið 1881 þróaði hann mótefni sem réði bug á bakteríum og fjórum árum síðar sýndi hann að mótefni mætti einnig nota gegn veirum þegar hann bjargaði lífi drengs, en sá var sýktur af hundaæði.

 

5. Joseph Lister: Fékk lækna til að þvo sér um hendur

1847 – 1912:

Innblásinn af örverufræði Pasteurs hóf breski skurðlæknirinn Joseph Lister að þvo tæki og hendur með sótthreinsandi fenóli fyrir aðgerðir.

 

Hann úðaði einnig gjörvalla skurðstofuna og hreinsaði sár með efninu. Dánartíðni féll svo um munaði og brátt fylgdu aðrir fordæmi Listers læknis.

 

6. Karl Landsteiner: Gerði blóðgjafir tryggari

1868 – 1943:

Á 19. öld vissu læknar að blóðgjöf gat gert blóðþegann fárveikan. En það var fyrst árið 1901 sem austurríski læknirinn Karl Landsteiner uppgötvaði blóðflokkana og komst að því að mannslíkaminn myndar mótefni gegn tilteknum framandi blóðflokkum.

 

7. Niels Stensen: Setti hjartað á réttan stað

1638 – 1686:

Daninn Niels Stensen (Steno) lagði ekki einungis drjúgan skerf að mótun jarðfræðinnar, heldur einnig sitthvað markvert af mörkum til læknavísindanna.

 

Stensen hafnaði þeirri hugmynd að hjartað væri bústaður sálarinnar og hélt því fram að þetta væri einfaldlega vöðvakerfi sem dældi blóði út í líkamann. Hann var einnig fyrstur manna til að lýsa gerð hjartans.

 

8. James Young Simpson: Svæfði sjálfan sig með klóróformi

1811 – 1870:

Skoski fæðingalæknirinn reyndi klóróform á sjálfum sér árið 1847 og missti skjótt meðvitund. Fyrir vikið fékk hann þá bráðsnjöllu hugmynd að svæfa mætti sjúklinga með efninu við skurðaðgerðir.

 

9. Felix Hoffman: Fann upp verkjalyf

1868 – 1946:

Verkjastillandi efnið asetýlsalicýlsýra (aspirín eða mangýl) var í fyrstu unnið úr pilarviðarberki eða allt þar til efnafræðingurinn Felix Hoffman gat framleitt efnið á rannsóknarstofu árið 1897 og ruddi brautina fyrir fjöldaframleiðslu.

 

10. Crick & Watson: Skýrðu arfgenga sjúkdóma

1916 – 2004 & 1928 – :

Uppskriftin á sjálfu lífi var afkóðuð þegar tveir vísindamenn lýstu árið 1953 tvöföldum spíral DNA – sameindarinnar. Þar með vörpuðu þeir ljósi á hvernig við erfum sjúkdóma og opnuðu leið að nýjum meðferðarúrræðum.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.