Ljúf, heillandi, lífleg, góður hlustandi, kærleiksríkur og forvitinn eru allt orð sem eru mikið notuð í stefnumótaauglýsingunum. Og það kemur ekki á óvart því þetta eru að miklu leyti eiginleikarnir sem bæði karlar og konur leita að hjá hvort öðru þegar þau eru að leita að hinum eina og sanna lífsförunauti.
En hvað um hið gagnstæða – öll hin persónulegu einkennin sem veldur því að við forðumst hugsanlegan maka?
Er ekki jafn mikilvægt að huga að þeim?
Vertu aldrei yfirborðskennd(ur) eða gróf(ur)
Alþjóðlegur hópur vísindamanna ákvað að fara í gegnum eldri rannsóknir á samböndum til að finna þá hluti um hinn aðilann sem eru á neðst á listanum.
Jákvæðu eiginleikunum var gefið nafnið „dealmakers“ vegna þess að þeir opna dyrnar að rómantískum samböndum, en þeir neikvæðu nefndir „dealbreakers“. Þeir eyðileggja líkurnar á góðu sambandi.
Sex hlutir eru á svarta listanum og það borgar sig að læra þá utan að. Efst á listanum finnum við „yfirborðskenndur og grófur“. Þannig að ef þú vilt vonast til að fá farsímanúmer hinnar manneskjunnar og kannski stefnumót, skaltu alls ekki haga þér svona.
Uppáþrengjandi er ekki kostur
Hinir fimm punktarnir eru „háður“, „uppáþrengjandi“, „stuttur þráður“, „sinnulaus“ og „letjandi“.
Hjá flestum var gróf og yfirborðskennd hegðun þau einkenni sem voru metin neikvæðust. En „uppáþrengjandi“ og „sinnulaus“ var heldur ekki vel metið.
Þessi nýja rannsókn sem birt var í tímaritinu Personality and Individual Differences, var unnin í samvinnu tékkneskra, bandarískra, ítalskra og pólskra háskólavísindamanna. Þeir skoðuðu áður birt rannsóknargögn og beindist rannsóknin að 285 körlum og konum á aldrinum 18-55 ára. Þetta voru Bandaríkjamenn með háskólamenntun, 95 prósent þeirra voru gagnkynhneigð og helmingur þeirra var í föstum samböndum.
Eiginleikar sem geta skemmt möguleika þína, bæði til skemmri og lengri tíma í sambandi
Yfog grófur
Háður
Viðloðandi
Stuttur þráður
Sinnulaus
Letjandi