Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Hermennirnir áttu ríkan þátt í að byggja þúsundir kílómetra af vegum sem tengdu héröð Rómaveldis saman. Vegirnir voru endingargóðir og tryggðu – miðað við mælistiku þess tíma – hraða för hermanna þannig að jafnvel hersveitir með þungar birgðir gátu marserað frá Róm til Kölnar á 51 degi.

BIRT: 31/08/2024

Rómverjar lögðu vegi af áður óþekktum gæðum og með einn tilgang í huga: að koma hermönnum til allra horna heimsveldisins á sem skemmstum tíma.

 

Ef uppreisn kraumaði eða óvinir hótuðu innrás, varð liðsauki að geta náð fljótt til fjarlægustu herstöðva.

 

Hersveitir Rómverja byggðu 80.000 km af hervegum sem skiptast í 29 meginvegi. Vegirnir voru malbikaðir og hallandi frá miðju svo regnvatn gat runnið út af veginum. En það var ekki það eina.

 

Það skipti máli að gera hina rómversku vegi til allra útkima heimsveldisins eins beina og stutta og hægt var. Þeir voru því á mörgum stöðum lagðir beint í gegn um hæðir. Aðrir voru lagðir um mýrar þar sem fyrst þurfti að leggja þurran og stöðugan grunn með grjóti, möl og stólpum.

 

Einnig voru byggðar aragrúi traustra steinbrúa. Við vegina voru settar vörður með vissu millibili – milia passum – en orðið míla stafar frá hinu rómverska milia passuum, sem þýðir 1.000 skref. Vörðurnar voru staðsettar með u.þ.b. 1.000 skrefa millibili.

 

Þó að hervegirnir hafi oft verið þeir fyrstu sem Rómverjar byggðu á hernumdu svæði, voru þeir langt frá því að vera þeir síðustu. Með tímanum þróuðust hervegir í að vera hryggjarstykkið í vegakerfi um 400.000 km stórra og minni tengivega. Margir þeirra mynda í dag grunninn að nútímavegum.

 

Hér færðu gott yfirlit yfir rómverska vegakerfið, frá Norður-Afríku til Skotlands, sem og nokkrar af mikilvægustu borgum heimsveldisins.

Londonium

Fjarlægasti útvörður keisaradæmisins 

Ferðatími á fæti: 64 dagar 
Á hesti: 34 dagar
Með uxakerru: 157 dagar

 

Háir varnargarðar í miðri London sýna enn að Londinium var höfuðvígi Rómverja í einum fjarlægasta afkima keisaradæmisins. Engu að síður tókst þeim að skapa blómlegan bæ með allt að 50.000 íbúum. Frá Róm tók það hersveit 64 daga að marsera og sigla til borgarinnar. 

Augusta Treverorum

Auðugi keisarabærinn í norðri 

Ferðatími á fæti: 48 dagar
Á hesti: 26 dagar
Með uxakerru: 120 dagar

Þar sem nú er borgin Trier byggðu Rómverjar brú yfir Mosel-fljót til að geta herjað betur á Germönum. Þar reis upp mikið þorp fram á aðra öld e.Kr. Tveimur öldum síðar var Augusta Treverorum stærsti bær Rómarríkis fyrir norðan Alpafjöllin .

Corduba

Ólífubærinn í vestri 

Ferðatími á fæti: 74 dagar 
Á hesti: 40 dagar 
Með uxakerru: 185 dagar 

Sesar hertók þar sem nú er Cordoba árið 45 f.Kr. Í Rómarveldi var bærinn þekktur fyrir framúrskarandi ólífuolíu sína. 

Colonia Claudia Ara Agrippinensium

Landamæraborg nærri Germönum 

Ferðatími á fæti: 51 dagur
Á hesti: 27 dagar 
Með uxakerru: 128 dagar 

Rómverjar komu á laggirnar setruliði þar sem nú er Köln til að verjast Germönum úr norðri. Bærinn blómstraði sem verslunarmiðstöð á friðartímum.

Lugdunum

Bær uppgjafahermanna

Ferðatími á fæti: 39 dagar 
Á hesti: 21 dagur 
Með uxakerru: 98 dagar 

Rómverskir hermenn sem þáðu lífeyri stofnuðu bæ þar sem nú er Lyon árið 43 f.Kr. og núna má sjá rústir af einhverjum fyrstu vatnsbrúm sem eru til vitnis um stórfengleika borgarinnar sem höfuðstaðs héraðsins. 

Sirmium

Bærinn á krossgötum 

Ferðatími á fæti: 38 dagar 
Á hesti: 21  dagur 
Með uxakerru: 96 dagar 

Sirmium var mikilvægur verslunarstaður sem tengdi saman austurhluta og vesturhluta Rómarveldis. Staðsetningin gerði að verkum að á 2. og 3. öld varð hann einhver sá fegursti bærinn í heimsveldinu. 

Antiochia

Löng gönguferð 

Ferðatími á fæti: 111 dagar 
Á hesti: 59 dagar 
Með uxakerru: 277 dagar 

Það reyndi verulega á bólum setta sandala hermannanna að komast til austustu stöðva heimsveldisins. Stórborgina Antiocia taldi Júlíus Sesar vera einhverja þá mikilvægustu í austurvegi. 

Londonium

Fjarlægasti útvörður keisaradæmisins 
Ferðatími á fæti: 64 dagar 
Á hesti: 34 dagar
Með uxakerru: 157 dagar

Háir varnargarðar í miðri London sýna enn að Londinium var höfuðvígi Rómverja í einum fjarlægasta afkima keisaradæmisins. Engu að síður tókst þeim að skapa blómlegan bæ með allt að 50.000 íbúum. Frá Róm tók það hersveit 64 daga að marsera og sigla til borgarinnar. 

Augusta Treverorum

Auðugi keisarabærinn í norðri 
Ferðatími á fæti: 48 dagar
Á hesti: 26 dagar
Með uxakerru: 120 dagar

 

Þar sem nú er borgin Trier byggðu Rómverjar brú yfir Mosel-fljót til að geta herjað betur á Germönum. Þar reis upp mikið þorp fram á aðra öld e.Kr. Tveimur öldum síðar var Augusta Treverorum stærsti bær Rómarríkis fyrir norðan Alpafjöllin 

Corduba

Ólífubærinn í vestri 
Ferðatími á fæti: 74 dagar 
Á hesti: 40 dagar 
Með uxakerru: 185 dagar 

Sesar hertók þar sem nú er Cordoba árið 45 f.Kr. Í Rómarveldi var bærinn þekktur fyrir framúrskarandi ólífuolíu sína. 

Colonia Claudia Ara Agrippinensium

Landamæraborg nærri Germönum 
Ferðatími á fæti: 51 dagur
Á hesti: 27 dagar 
Með uxakerru: 128 dagar 

Rómverjar komu á laggirnar setruliði þar sem nú er Köln til að verjast Germönum úr norðri. Bærinn blómstraði sem verslunarmiðstöð á friðartímum.

Lugdunum

Bær uppgjafahermanna
Ferðatími á fæti: 39 dagar 
Á hesti: 21 dagur 
Með uxakerru: 98 dagar 

Rómverskir hermenn sem þáðu lífeyri stofnuðu bæ þar sem nú er Lyon árið 43 f.Kr. og núna má sjá rústir af einhverjum fyrstu vatnsbrúm sem eru til vitnis um stórfengleika borgarinnar sem höfuðstaðs héraðsins. 

Sirmium

Bærinn á krossgötum 
Ferðatími á fæti: 38 dagar 
Á hesti: 21  dagur 
Með uxakerru: 96 dagar 

Sirmium var mikilvægur verslunarstaður sem tengdi saman austurhluta og vesturhluta Rómarveldis. Staðsetningin gerði að verkum að á 2. og 3. öld varð hann einhver sá fegursti bærinn í heimsveldinu. 

Antiochia

Löng gönguferð 
Ferðatími á fæti: 111 dagar 
Á hesti: 59 dagar 
Með uxakerru: 277 dagar 

Það reyndi verulega á bólum setta sandala hermannanna að komast til austustu stöðva heimsveldisins. Stórborgina Antiocia taldi Júlíus Sesar vera einhverja þá mikilvægustu í austurvegi. 

HÖFUNDUR: Thomas Hebsgaard , Jannik Petersen

© CC BY-SA 3.0/Wikimedia Commons & Shutterstock, Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.