Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Sovéska geimfarið Luna 3 færði okkur fyrstu myndirnar og síðan hafa geimför, gervihnettir og tunglbílar aflað meiri þekkingar á bakhlið tunglsins. Skoðaðu 7 áratuga rannsóknir á leyndardómum bakhliðarinnar.

BIRT: 09/05/2024

Aðeins 24 manns hafa séð bakhlið hlið tunglsins með eigin augum – og allir voru þeir geimfarar í Apollo-leiðöngrum NASA á sjöunda og áttunda áratugnum. Við hin höfum þurft að láta okkur nægja að sjá framan í hinn kosmíska félaga okkar.

 

Ástæðan er sú að tunglið hefur svokallaðan bundinn snúning miðað við jörðina. Möndulsnúningur tunglsins er jafnlangur og umferðartími þess um jörðina.

 

Allar tungllendingar fram til ársins 2019 hafa átt sér stað á sýnilegu hlið tunglsins og þar höfum við sótt 382 kg af ryki og bergi sem vísindamenn hafa geta rannsakað í rannsóknarstofum hér á jörðinni. Miðað við framhliðina er bakhliðin því nánast ókannað landsvæði.

 

Nú er kínverska geimferðastofnunin að koma meira jafnvægi á hlutina með umfangsmikilli tungláætlun sinni, Chang’e. Árið 2019 lenti Chang’e 4 á bakhlið tunglsins og árið 2024 mun Chang’e 6 taka sýni þaðan.

 

Hér færðu yfirlit yfir sjö áratuga rannsóknir á hinni duldu hlið tunglsins.

 

1959: FYRSTU MYNDIRNAR

Sovétfar sýnir framandi heim

Bakhlið tunglsins hafði aldrei sést þegar sovéska geimfarið Luna 3 fór þar yfir og sendi myndir til jarðar. Á 40 mínútum náði geimfarið 29 ljósmyndum sem að samanlögðu náðu yfir 70% af bakhliðinni.

 

Farið fór frá suðurpóli til norðurpóls og þegar geimfarið náði sambandi til jarðar tókst stjórnstöðinni að ná 17 myndum. Gæðin voru vissulega slök en myndirnar mörkuðu engu að síður tímamót, enda sýndu þær að bakhlið tunglsins er allt öðruvísi en framhliðin. Í stað dökkra hraunbreiða sem sjá má á framhliðinni, er bakhliðin alþakin gígum. Það bendir til að eldvirkni hafi verið mun meiri á framhliðinni.

 

1967: FULL YFIRSÝN

NASA kortleggur bakhliðina

Á sjöunda áratugnum voru loks teknar myndir af allri bakhliðinni. Það fólst í svonefndri Lunar Orbiter-áætlun NASA sem sendi 5 gervihnetti á braut um tunglið – m.a. til að rannsaka 20 mögulega lendingarstaði fyrir Apollo-geimfarana.

 

Þessir gervihnettir kortlögðu 99% af öllu yfirborði tunglsins með alls 2.062 myndum með upplausn allt niður í einn metra.

 

Gervihnettirnir Lunar Orbiter 4 og 5 luku myndatöku á bakhliðinni 1967 en voru svo látnir falla niður á tunglið eins og fyrirrennararnir.

 

Árið eftir sáu menn svo bakhliðina í fyrsta sinn þegar þrír geimfarar um borð í Apollo 8 fóru á braut um tunglið og sáu gígum þakið yfirborðið með eigin augum.

 

1990: GREININGAR ÚR FJARLÆGÐ

Geimför leita nýrra auðlinda

Síðan á síðasta áratug 20. aldar hefur smám saman fengist betra yfirlit yfir bakhliðina frá alls um 20 gervihnöttum sem farið hafa á braut um tunglið með mikið af mælitækjum.

 

Auk þess að rannsaka uppbyggingu tunglsins og jarðsögu þess hefur tilgangurinn líka verið að finna auðlindir sem nýta mætti í bækistöðvum á tunglinu eða hér á jörð. Leitað er að frumefnum á borð við kísil, títan og ál.

 

Tunglbækistöðvar munu einnig þurfa vatn og það má trúlega helst finna bakhliðarmegin, rétt við suðurpólinn. Indverski gervihnötturinn Chandrayaan-1 sem fór á braut 2008, fann fyrstu sannanir þess að vatn leynist í nýlegum gígum á bakhliðinni.

 

2019: LENDING Á YFIRBORÐINU

Farartæki skannar niður í skorpuna

Þann 3. janúar urðu tímamót í rannsóknum á bakhlið tunglsins. Þá lenti kínverska geimfarið Chang‘e 4, fyrst allra, á bakhliðinni og sleppti litlum tungljeppa, Yutu-2, sem rúllaði af stað um yfirborðið.

 

Farartækið var búið radar sem náði að skanna ysta lag tunglskorpunnar og mælingarnar komu vísindamönnum á óvart. Það lag af lausu ryki, sem hylur yfirborðið, reyndist fjórfalt þykkra en búist var við. Þetta eru í rauninni ryklög með steinlögum á milli, en í efstu 30 metrum tunglskorpunnar er ekki að finna neitt hraun.

 

Það merkir að botn gígsins þar sem Yutu-2 ferðast hlýtur að hafa hulist fljótlega af efni sem losnaði við árekstra síðari lofsteina.

 

2024: SÝNATAKA

Tunglmöl flutt heim til jarðar

Kínverska geimfarið Chang‘e 6 sem á að lenda á bakhlið tunglsins í maí 2024, á að verða fyrst til að skila af sér efni til jarðar. Í lendingarfarinu eru skófla og jarðbor sem nær sýnum af tveggja metra dýpi. Lítið sendifar um borð á svo að flytja sýnin út á sporbaug, þar sem annað geimfar bíður þeirra og flytur þau loks til jarðar.

 

Greiningar á sýnunum eiga m.a. að sýna hvort mikið af helíum-3 er að finna á bakhlið tunglsins. Það afbrigði helíums má nýta í samrunaorkuverum en það er afar sjaldgæft á jörðinni.

 

Vísindamennirnir vonast líka til að finna efni úr möttli tunglsins. Sýnin verða tekin í stóra Aitken-gígnum þar sem stór loftsteinn plægði sig inn í tunglskorpuna fyrir meira en 4 milljörðum ára.

Við sjáum aldrei nema aðra hlið tunglsins. Nú verða Kínverjar fyrstir til að senda geimfar til að taka sýni af bakhliðinni. Úr þeim á að lesa hvernig þessi fylgihnöttur okkar myndaðist – og mögulega sjá okkur fyrir næstum ókeypis orku.

HÖFUNDUR: JENS E. MATTHIESEN

Shutterstock,© USSR,© NASA/NSSDCA,© NASA,© CSNA/Siyu Zhang/Kevin M. Gill,© Imago/Imageselect

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Hvað er iðraólga (ristilkrampar)?

Alheimurinn

Leitað að lífi í öðrum alheimum

Lifandi Saga

Hvað er „dagur hinna sjö sofandi“?

Náttúran

Ævagamalt sæskrímsli fannst í Mexíkó

Menning og saga

6.000 ára gamalt lík afhjúpa furðulega greftrunarsiði

Lifandi Saga

Vesturlönd og Saddam gáfu Kína efnahagsvöðva

Lifandi Saga

Af hverju heitir það keisaraskurður? 

Maðurinn

Rannsóknir afhjúpa: Svona getur hass breytt heila fósturs

Tækni

Hvernig virka púðurskot?

Maðurinn

Leiði er ofurkraftur okkar

Heilsa

Af hverju má ekki drekka saltvatn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is