Lifandi Saga

Hin voldugu turnskip Kínverja þoldu hvorki öldugang né vind 

Þau voru stór og ógnvekjandi en hin svonefndu louchan Kínverja voru best í hernaði á spegilsléttum sjó. Á 8. öld var þetta stolt kínverskra aðmírála einungis sent í bardaga á fljótum – eða þegar veður leyfði. 

BIRT: 30/05/2024

Um aldaraðir voru stríð til sjávar eftirmynd af átökum á landi: Hermenn með handvopn áttu að halda um borð í skip óvinanna og berja niður alla andspyrnu.

 

Kínverjar tóku meira að segja virki sín með sér til sjávar. Frá 3. öld e.Kr. sendi keisarinn hermenn sína gegn uppreisnarseggjum í borg um borð í svonefndum turnskipum, eins konar fljótandi virkjum af tilkomumikilli stærð. Í einni hernaðarhandbók frá Tang-keisaraveldinu (618 – 907 e.Kr.) er að finna lýsingu á þessum feiknarlegu smíðisgripum: 

 

„Þegar Wang Jun admíráll réðst inn í Wu byggði hann eitt 270 skrefa (ríflega 300 m) langt skip með rými fyrir hesta og stríðsvagna.“ 

 

Á kínversku nefndist þetta fljótandi virki louchan (turnskip) og átti fyrst og fremst að skjóta óvininum skelk í bringu. Þrjár hæðir voru fyrir ofan þilfar og síður skipsins varðar með járnplötum.

 

Á þilfarinu tróndi sérstakur turn upp í loft. Þar héldu hundruðir bogaskytta sig meðan aðrir hermenn héldu stórum bálköstum lifandi svo að hægt væri að skjóta brennandi örvum á óvininn. 

 

Hjálp, það hvessir! 

Á efsta þilfarinu var pláss fyrir allt að átta slöngvivaði sem voru boltaðar niður á þilfarið. Með aðstoð þessara slöngvivaða var hægt að varpa stórum steinum á andstæðinginn. 

 

Á neðsta þilfarið sáu hundruðir ræðara um að knýja skipin áfram en þau voru afar svifasein. Reyndar svo þung að erfitt var að breyta um stefnu þeirra.

 

Þessi margra tonna virki sem gnæfðu upp úr þilfarinu ollu þessum fljótandi virkjum frekari vandkvæðum samkvæmt hernaðarhandbókinni frá dögum Tang-veldisins: 

 

„Ef það hvessti skyndilega var auðvelt að missa alla stjórn á því.“ 

Þegar gufuvélin og gufuskipin komu til sögunnar var einn annmarki þeirra sem kom í veg fyrir að nýjungin gæti keppt við eldri gerðir skipa.

Kínverjar héldu áfram að byggja þessa risa sem voru svo viðkvæmir fyrir veðrum allt fram á 12. öld. Skýringuna má einnig finna í gamalli hernaðarhandbók.

 

„Flotinn getur ekki látið vera að smíða slík skip, þar sem þau fylla óvininn af ótta og lotningu.“

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT

Liang Jieming, Chinese Siege Warfare: Mechanical Artillery & Siege Weapons of Antiquity.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.