Árið 1817 fann Þjóðverjinn Karl Drais upp hlaupahjól sem nota mátti í stað hests til að komast milli staða. Á þessu hjóli voru engir pedalar, heldur var það drifið áfram beint með fótaaflinu. Pedalarnir komu ekki til sögunnar fyrr en 50 árum og mörgum slitnum skósólum síðar.