Gasgígur hefur brunnið í 52 ár
„Fordyri helvítis“
Hola þessi er afleiðing af óhappi sem átti sér stað árið 1971. Þá hvarf jörðin skyndilega undan rússneskum bor sem hrundi niður í heljarinnar holrými. Gas tók að streyma út og ákváðu verkfræðingar að öruggast væri að kveikja í gasinu niðri í gígnum. Síðan þá hefur ekki verið hægt að slökkva eldinn.
Ríkasta hola Jarðar sést frá geimnum
Opin náma í Bingham nærri Salt Lake City í Utah, BNA, hefur verið koparnáma frá árinu 1906. Dag hvern eru 450.000 tonn mulin niður og árleg framleiðsla er um 220 milljarðar króna að verðmæti, sem að hefur veitt Bingham Canyon námunni viðurnefnið „ríkasta hola Jarðar“.
Fljót skar Miklagljúfur út úr berginu
Eins og 400 km langt ör sker Miklagljúfur (Grand Canyon) sig í gegnum Norður Ameríska meginlandið. Gljúfrið er meira en 1800 m djúpt þar sem það er dýpst og allt að 29 km breitt og er lang stærsta gljúfur heims.
Miklagljúfur er skapað af Colorado fljóti á síðustu 5 milljón árum eða svo.
Kristaltært vatn fyllir völundarhús
Eitt tilkomumesta hellakerfi Jarðar er Ordinskaya í Úralfjöllum. 4850 m löng göng hafa verið kortlögð. Fjarlægasti staðurinn í Ordinskaja er í um kílómetra frá innganginum meðan stærsti hellirinn er með meira en 60 m þvermál.
Ordinskaya hefur myndast vegna ágangs grunnvatns á um 20 metra þykkt og 200 milljón ára gamalt lárétt lag af gipsi.
Blá hola afhjúpar forna sjávarstöðu
300 metrar á breidd, fullkomlega hringlaga og 122 metra djúp – bláholian mikla í Belís var upphaflega risastór þurr kalksteinshellir og inniheldur dropastein, en fyrir um það bil 500.000 árum varð jarðskjálfti til þess að hellirinn hrundi.
Loftsteinn myndaði stærstu holu jarðskorpunnar
Fyrir tveimur milljörðum ára síðar skall loftsteinn á jörðina með hraða sem nam um 150.000 km/klst og myndaði hinn 200 km breiðaVredefort gíg. Bjarg þetta var á stærð við Mount Everest og áreksturinn leiddi til einnar ógurlegustu orkulosunar í sögu plánetunnar
Ískristallar prýða hraunið
Fyrir u.þ.b. 5200 árum myndaðist Leitahraun í eldgosum hér á landi og til varð Raufarhólshellir. Hraunið skar 1360 metra langt op, allt að 30 metra á breidd og 10 metra hæð og þar geta á veturna skapast gríðarfallegir ísskúlptúrar.
Gasgígur hefur brunnið í 52 ár
Hola þessi er afleiðing af óhappi sem átti sér stað árið 1971. Þá hvarf jörðin skyndilega undan rússneskum bor sem hrundi niður í heljarinnar holrými. Gas tók að streyma út og ákváðu verkfræðingar að öruggast væri að kveikja í gasinu niðri í gígnum. Síðan þá hefur ekki verið hægt að slökkva eldinn.
Ríkasta hola Jarðar sést frá geimnum
Opin náma í Bingham nærri Salt Lake City í Utah, BNA, hefur verið koparnáma frá árinu 1906. Dag hvern eru 450.000 tonn mulin niður og árleg framleiðsla er um 220 milljarðar króna að verðmæti, sem að hefur veitt Bingham Canyon námunni viðurnefnið „ríkasta hola Jarðar“.
Fljót skar Miklagljúfur út úr berginu
Eins og 400 km langt ör sker Miklagljúfur (Grand Canyon) sig í gegnum Norður Ameríska meginlandið. Gljúfrið er meira en 1800 m djúpt þar sem það er dýpst og allt að 29 km breitt og er lang stærsta gljúfur heims.
Miklagljúfur er skapað af Colorado fljóti á síðustu 5 milljón árum eða svo.
Kristaltært vatn fyllir völundarhús
Eitt tilkomumesta hellakerfi Jarðar er Ordinskaya í Úralfjöllum. 4850 m löng göng hafa verið kortlögð. Fjarlægasti staðurinn í Ordinskaja er í um kílómetra frá innganginum meðan stærsti hellirinn er með meira en 60 m þvermál.
Ordinskaya hefur myndast vegna ágangs grunnvatns á um 20 metra þykkt og 200 milljón ára gamalt lárétt lag af gipsi.
Blá hola afhjúpar forna sjávarstöðu
300 metrar á breidd, fullkomlega hringlaga og 122 metra djúp – bláholian mikla í Belís var upphaflega risastór þurr kalksteinshellir og inniheldur dropastein, en fyrir um það bil 500.000 árum varð jarðskjálfti til þess að hellirinn hrundi.
Loftsteinn myndaði stærstu holu jarðskorpunnar
Fyrir tveimur milljörðum ára síðar skall loftsteinn á jörðina með hraða sem nam um 150.000 km/klst og myndaði hinn 200 km breiðaVredefort gíg. Bjarg þetta var á stærð við Mount Everest og áreksturinn leiddi til einnar ógurlegustu orkulosunar í sögu plánetunnar
Ískristallar prýða hraunið
Fyrir u.þ.b. 5200 árum myndaðist Leitahraun í eldgosum hér á landi og til varð Raufarhólshellir. Hraunið skar 1360 metra langt op, allt að 30 metra á breidd og 10 metra hæð og þar geta á veturna skapast gríðarfallegir ísskúlptúrar.