Hringir Úranusar breytast

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Stjörnufræði

Með hinum öfluga stjörnusjónauka Keck II á Hawaii tókst mönnum í maí 2007 að sjá hringi Úranusar beint frá hlið. Frá þessu sjónarhorni virðast þeir aðeins örmjótt strik, en það er aðeins á 42 ára fresti sem færi gefst til að skoða þá úr þessu horni.

 

Hringirnir uppgötvuðust ekki fyrr en 1977 og stjörnufræðingar hafa því ekki áður átt þess kost að skoða þá alveg frá hlið. Þessar nýju myndir hafa nú veitt mönnum alveg nýja þekkingu á þessu fyrirbrigði. Hringirnir eru nefnilega hreint ekki jafn óumbreytanlegir og ætla mætti. Með samanburði á þessum myndum og þeim sem teknar voru frá geimfarinu Voyager 2, sem fór fram hjá Úranusi árið 1986, sést t.d. greinilega að þeir hringir sem eru næstir reikistjörnunni hafa orðið þéttari og nú er að finna efni á svæðum sem áður voru alveg tóm.

 

Stjörnufræðingarnir telja að hringirnir, sem alls eru 13, haldist á sínum stað fyrir tilstilli hinna svonefndu „hjarðtungla“ Úranusar. Enn sem komið er hafa þó aðeins fundist tvö af þessum tunglum, Kordelía og Ófelía. Þessi tungl sáust einmitt frá Voyager 2. En menn álíta að tunglin séu fleiri. Þau eru á hinn bóginn bæði smá og dökk og því afar erfitt að koma auga á þau. Nýju myndirnar kynnu þó að afhjúpa fleiri tungl. Þegar hringirnir eru séðir nákvæmlega frá hlið eru nefnilega jafnframt kjöraðstæður til að uppgötva fleiri tungl. Ástæðan er sú að skinið frá hringunum, sem yfirleitt er mun öflugra en endurskin tunglanna, er héðan séð mun daufara við þessar aðstæður.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is