Tækni
Japanskir vísindamenn við Keio-háskólá hafa þróað kerfi sem gerir kleift að stjórna tölvu með því einu að hugsa það sem framkvæma skal. Notandinn þarf að hafa á höfðinu hettu með litlum rafóðum sem lesa heilabylgjurnar.
Tilhugsun um einhverja framkvæmd, vekur ein og sér upp nokkra virkni í þeim heilastöðvum sem sjá um þessa tilteknu framkvæmd.
Í heilasködduðu fólki getur virknin þó orðið of lítil til að hún dugi til framkvæmdarinnar sjálfrar, svo sem að rísa upp og ganga. En þessar heilabylgjur eru engu að síður nógu öflugar til að rafóðurnar í hettunni nái að fanga þær.
Á tölvuskjánum getur sjúklingurinn þannig látið persónu í sýndarheimi rísa á fætur og ganga. Sé þessi aðgerð endurtekin nægilega oft, getur sjúklingurinn þannig endurhæft hinar sködduðu heilastöðvar.