Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Áður en humar fór að sjást á matseðlum fínna veitingahúsa flokkaðist hann undir lélegan dósamat og var jafnframt notaður sem áburður á akrana. Að því kom að skelfiskur þessi varð sjaldséður vegna ofveiða og þá ávann hann sér nýtt orðspor sem hnossgæti.

BIRT: 26/02/2024

Í smábænum Shediac á Atlantshafsströnd Kanada eru aðeins 6.000 íbúar en íbúarnir kalla bæinn sinn engu að síður stoltir „humarhöfuðborg heimsins“. Það er svo einmitt humarinn sem gerir það að verkum að íbúafjöldinn tífaldast þegar hin árlega humarhátíð er haldin.


Ferðamenn hvaðanæva úr heiminum streymdu til Shediac til að næla sér í ferskan skelfisk í miklu hærri gæðaflokki en fínustu veitingastaðir stórborganna nokkru sinni geta boðið upp á.

 

Meðan á hátíðinni stendur er nefnilega boðið upp á humar sem rétt nýverið hefur skipt um skel. Kjöt slíkra humra er einkar bragðgott en hins vegar er brýnt að neyta fæðunnar örskömmu eftir að dýrin eru veidd, því þau þola illa flutninga.

 

Raunverulegir matgæðingar eru fyrir vikið tilbúnir til að vera fríinu sínu í Shediac, fjarlægum afkima í Norður-Ameríku. Þannig hefur þessu þó ekki ávallt verið farið. Fyrir örfáum áratugum var bærinn algerlega óþekkt krummaskuð og gestirnir flýðu gjarnan annað þegar þeir áttuðu sig á að fátt annað væri að hafa á matseðlum staðarins en humar.

 


Humri mokað upp úr sjónum

Indíánar veiddu fyrstir allra humar við ströndina í Maine í Bandaríkjunum og einnig í Nova Scotia og New Brunswick í Kanada. Skeldýrin voru svo algeng í þá daga að indíánarnir af ættflokki mic mac-indíána gátu tínt þá upp í fjöru.

 

Þegar evrópsku landnemana bar að garði á 17. öld fóru þeir einnig að leggja sér humar til munns en hvorki þeir né indíánarnir voru sérlega hrifnir af kjöti hans, svo í stað þess að lenda í pottum fólks endaði humarinn iðulega sem áburður úti á ökrunum.

 

Einungis fátæku landnemarnir lögðu sér humar til munns, svo og þeir sem voru á framfæri hins opinbera: tukthúslimir og börn á munaðarleysingjahælum.

 

Skelfiskur var einhver sú alódýrasta fæða sem bauðst og fyrir bragðið var um að gera að spara með því að nýta hann.

 

Vinnufólk sem vissi hvað það vildi krafðist þess af húsbændum sínum að þurfa ekki að snæða humar oftar en tvisvar í viku.

Frá fátækrafæðu yfir í lostæti

Humar er ekki eina fæðutegundin sem hefur klifið upp matvælametorðastigann. Aðrar kræsingar byrjuðu einnig sem ódýr fæða.

 

 • „Foie gras“ var gyðingafæða

Egyptar létu sér fyrst detta þetta í hug og síðar meir varð rétturinn þekktur sem gyðingafæða. Á miðöldum kærðu kristnir munkar sig alls ekki um gyðinga og fyrir vikið datt engum í hug að bragða á „foie gras“. Það var svo ekki fyrr en á endurreisnartímabilinu sem forvitnir sælkerar fóru að laumast inn í gyðingahverfin til að kaupa fituríka gæsalifur.

 

 • Ostrur fundust alls staðar

Þær eru skyldar sniglum og ekki sérlega næringarríkar. Áður fyrr var ostrur að finna alls staðar í sjónum umhverfis meginland Evrópu og þær voru fyrir vikið ódýr fæða sem yfirstéttin áleit einvörðungu hæfa fátæklingum. Það var svo ekki fyrr en ofveiðar höfðu gert það að verkum að stofninn fór minnkandi sem efnafólk fékk áhuga á að bragða á ostrum. 

 

 • Sushi ,,ein með öllu” Japana

Tískufæðan frá Japan leit fyrst dagsins ljós fyrir rösklega 1.000 árum þegar Asíubúar fóru að vefja hrísgrjónum utan um fisk til að halda honum ferskum. Rétturinn þróaðist svo yfir í það að verða eins konar asískt afbrigði af „einni með öllu“, því auðvelt reyndist að borða sushi fyrir fólk á ferðinni. Á Vesturlöndum hefur fæðutegundin aftur á móti verið markaðssett sem framandleg fæða fyrir matgæðinga.

Skeldýr breyttist í dósamat

Þegar farið var að sjóða mat niður í dósir er ekki hægt að segja að humarinn hafi orðið vinsælli en áður heldur öðlaðist hann aukna útbreiðslu. Verksmiðjur skutu upp kollinum meðfram ströndinni þar sem heill her starfsfólks sauð humarkjöt niður í dósir og sendi til svæða fjarri strandlengjunni í Norður-Ameríku.

 

Humar þótti enn ekki nógu fínn fyrir veitingahúsin: „Fyrir árið 1880 var humar einkar sjaldséður á matseðlum veitingahúsa, nema þá sem humarsalat á niðursettu verði“, segir Glenn Jones við A&M háskólann í Texas. Hann gerði rannsókn á 200.000 gömlum matseðlum víðs vegar að úr Bandaríkjunum árið 2005.

 

Humarkjöt kostaði í lok 19. aldar einn Bandaríkjadal hvert kíló, umreiknað á núvirði (130 ísl. krónur) en verðið fór hækkandi.

 

Eftirspurnin frá verksmiðjunum táknaði nefnilega að farið var að veiða humar í meira magni en nokkru sinni fyrr og stofninn fór minnkandi.

 

Humarfylkið Maine innleiddi fyrst allra fylkja lög sem bönnuðu veiðar á hrygnum með hrogn og dýrum sem ekki höfðu náð fullum þroska.

 

Ótakmarkað magn humars í sjónum var ekki lengur ótakmarkað. Nýju reglurnar bundu enda á niðursuðustarfsemina en þetta átti þó ekki við um humarveiðarnar.

Sjómenn fengu lítið greitt fyrir humar á 19. öld. Síðar meir átti skeldýr þetta eftir að afla þeim góðra tekna.

Sjómennirnir skiptu út spjótum sínum og krókum og fóru þess í stað að veiða í körfur, þ.e. gildrur sem komið var fyrir á hafsbotni með beitu í.

 

Humarveiðibátarnir voru að sama skapi útbúnir vatnstönkum þannig að koma mætti humrinum lifandi í land og flytja þannig til veitingahúsa lengst inni í landi.

 

Ofveiðarnar gerðu það að verkum að stofninn snarminnkaði. Í einu bandarísku sjávarþorpi gáfu 160 gildrur daglega af sér 200 kg af humri árið 1945 en tveimur árum síðar var aflinn kominn niður í einungis 15 kg.

 

Lostæti varð til

Þegar norðurameríski stofninn var kominn í hættu kom hið rétta andlit mannsins í ljós:

 

„Þegar stofninn skrapp saman og verðið hækkaði urðu sumar humartegundir að stöðutáknum“, segir Glen Jones. „Þetta virðist vera staðfesting á því að margir óska þess einfaldlega að borða helst eitthvað sem er sjaldgæft“.

 

Hækkandi verðlag leiddi af sér auknar vinsældir og það sem áður hafði verið talið vera hálfgert slor hafði nú breyst í hnossgæti. Veitingahús sem reyndu að fylgja tilteknum gæðastaðli urðu að vera með humar á matseðlinum.

 

Humarvinsældirnar náðu hæstu hæðum á árunum upp úr 1970 þegar bandarískur humar kostaði 35 Bandaríkjadali fyrir kílóið.

 

Verðið hefur raunar lækkað eilítið síðan þá en fjöldi gesta á humarhátíðinni í Shediac sýnir að humarinn hefur haldið stöðu sinni sem ein vinsælasta fæðutegund matgæðinganna.

Lestu meira

Elisabeth Townsend: Lobster – Global History, Reaktion Books, 2011.

 

Trevor Corson: The Secret Lives of Lobsters, Harper Perennial, 2005 

 

HÖFUNDUR: ESBEN MØNSTER-KJÆR

© Polfoto/Corbis,© Shutterstock

Náttúran

Hér lifa hættulegustu marglyttur heims

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Náttúran

Spendýr og eðlur skiptu um hlutverk

Náttúran

Hvernig brögðuðust risaeðlur?

Lifandi Saga

13 ódauðleg kveðjuorð

NÝJASTA NÝTT

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

Jörðin

Er Ísland eftirstöðvar af sokknu meginlandi?

Maðurinn

Einkabörn eru með sérstakan heila

Alheimurinn

Satúrnus: Gasplánetan með hringina fögru

Alheimurinn

Sólmyrkvi 2024 – Hvað er það og hvenær sést hann á Íslandi?

Vinsælast

1

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

2

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

3

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

4

Maðurinn

Er hættulegt að halda í sér prumpinu?

5

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

6

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

1

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

2

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

3

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

4

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

5

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

6

Alheimurinn

Hvað ef við höfum í raun fengið heimsóknir úr geimnum?

Náttúran

Háhyrningurinn: líklega skæðasta ránspendýr sögunnar

Jörðin

Vísindamenn finna sönnun fyrir stærsta jarðskjálfta mannkynssögunnar

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Menning

Stærstu borgir heims

Maðurinn

Framtíðarmaturinn borinn fram: Borðum þörunga!

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

Náttúran

Hvers vegna eru sólin og tunglið ekki með sama lit? 

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

Lifandi Saga

Guðfaðir hrollvekjunnar: Edgar Allan Poe: Enn hvílir dulúð yfir meistara myrkranna

Menning og saga

Stórt nef arfur fortíðarinnar

Heilsa

Sannleikurinn um vítamín

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Hvernig kláraði fólk salernisferðina áður en klósettpappírinn kom til sögunnar?

Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is