Plast er það efni sem hús framtíðarinnar verða byggð úr. Það telja verkfræðingar við Massachussetts Institute of Technology sem hafa nú sýnt tillögu sína á fjölskylduheimili árið 1986 í sýningu í Disneylandi í Kaliforníu, BNA.
Hvern dag sækja um 10.000 manns „House of the Future“ heim sem endurspeglar væntingar til komandi tíma; húsgögn, stólar, borð, matarstell; allt er formsteypt í plasti. Það sem mesta athygli vekur eru hátæknilegar uppfinningar í heimili framtíðarinnar. Sjónvarpsskjárinn er gríðarstór og hangir á vegg og í húsinu er miðstýrð ofnalögn. Baðherbergin eru tvö – fyrir foreldra og börn. Eldhúsið er síðan í eigin klassa: þar er að finna örbylgjuofn, úthljóðsuppþvottavél og kjarnaknúið tæki til að varðveita matvæli.