Lifandi Saga

Hvað er „hjónaband vinstri handar“?

Margir af konungum Evrópu gengu í ástlaust hjónaband sem skipulagt hafði verið fyrir þá og sem tryggði þeim völd og auðævi. Sumir konungar notfærðu sér svo lagalega glufu sem gerði þeim kleift að fylgja hjartanu.

BIRT: 09/03/2025

„Hjónaband vinstri handar“ er hugtak sem hefur verið haft um hjúskap tigins manns og konu af lágum stigum, þ.e. eins konar óopinbert hjónaband, þar sem konan gat ekki gert tilkall til tignar eða eigna eiginmanns síns.

 

Slík hjónabönd voru lagalega séð jafngild hefðbundnum hjónaböndum en hjónin þurftu hvort um sig að ganga að sérlegum skilmálum. Sem dæmi gátu hvorki eiginkonan né börnin erft titla né eignir konungsins og gátu þar af leiðandi ekki gert tilkall til krúnunnar.

 

Vinstri handar hjónabönd tíðkuðust í ríkum mæli í evrópskum konungsfjölskyldum þar sem hjónabönd annars vegar voru skipulögð milli konungborinna fjölskyldna, með það fyrir augum að stofna til stjórnmála- og hernaðarbandalaga.

 

Ef konungur gerði kröfu um að fá að kvænast konu af lægri stétt átti hann á hættu að missa krúnuna. Þegar konungurinn hins vegar gekk í svokallað vinstri handar hjónaband gat hann bæði átt aðalborna konu í skipulögðu hjónabandi og stofnað til eins konar óopinbers hjónabands með konu sem hann bar heitar tilfinningar til.

 

Með vinstri handar hjónabandi gat konungurinn kvænst eins og hjartað bauð honum, án þess að erfðaröðinni stæði ógn af, né heldur var hætta á að bandalög sem stofnað hafði verið til yrðu rofin af slíku hjónabandi.

Sólkonungurinn, Frakkinn Loðvík 14., var meðal þeirra fyrstu sem gengu í svonefnt hjónaband vinstri handar.

Konungur gat fylgt hjarta sínu

Hjónabandið færði konunni samfélagslega viðurkenningu og tryggði henni jafnframt tiltekin forréttindi sem hún að öðrum kosti hefði ekki komist í tæri við.

 

Slík eiginkona og börn hennar urðu þó að berjast gegn félagslegri jaðarsetningu sem ófullkomið hjónabandið hafði í för með sér og sætta sig við að verða aldrei hluti af aðlinum í ríkinu.

Í dag dreymir börn um að verða skartgripahönnuðir, áhrifavaldar eða atvinnuspilarar á sviði tölvuleikja en í gamla daga gátu þau valið um að gerast stólaberar, brynjusmiðir eða stjörnusölumenn með eigin páfagauk.

Hugtakið „vinstri handar hjónaband“ á rætur að rekja til þess að konungurinn rétti brúðinni vinstri hönd sína í vinstri handar hjónavígslu, í stað þeirrar hægri, líkt og annars tíðkaðist.

 

Tilgangur þessarar táknrænu handahreyfingar var að gefa til kynna að hjónabandið væri ekki jafnrétthátt fullgildu hjónabandi.

Þau giftust af ást

Margir evrópskir konungar hafa gegnum tíðina gengið í það sem kallast hjónaband vinstri handar. Hér eru þrjú þekkt dæmi um slíkt.

Kristján 4. danakonungur (1577-1648)

Kristján 4. varð yfir sig ástfanginn eftir að hafa hitt aðalskonuna Kirsten Munk sem hann kallaði „hjartans allrakærustu mús“. Kirsten naut þess að sjálfur konungurinn bæri tilfinningar til hennar en sjálf endurgalt hún heitar tilfinningar hans ekki. Þau gengu engu að síður í svokallað hjónaband vinstri handar árið 1615 og eignuðust 12 börn saman. Hjónabandið einkenndist raunar af átökum og grunsemdum um framhjáhöld. Árið 1629 gerði konungurinn Kirsten Munk brottræka úr hirðinni eftir ásakanir um að hún hefði reynst honum ótrú.

Franz Ferdinand af Austurríki (1863-1914)

Franz Ferdinand var ríkiserfingi Austurríkis-Ungverjalands þegar hann kynntist hirðmeynni Sófíu von Chotek árið 1894. Hjónaleysin báru heitar tilfinningar hvort í garð annars en konungsfjölskyldan vildi ekki leyfa ráðahaginn. Fyrir bragðið kvæntist Franz Ferdinand Sófíu hjónabandi vinstri handar árið 1900 en þess má geta að konungsfjölskyldan mætti ekki í brúðkaupið. Árið 1914 óku hjónakornin í gegnum Sarajevó þar sem serbneskur þjóðernissinni myrti þau bæði. Áður en Franz Ferdinand dró andann í hinsta sinn á hann að hafa muldrað „elsku Sófía, ekki deyja!“

Loðvík 14. Frakklandskonungur (1638-1715)

Frú de Maintenon var kennslukona óskilgetinna barna Loðvíks 14. þegar hún fyrst leit sólkonunginn augum. Hún ávann sér fljótt ást konungsins og þegar drottning hans lést árið 1683 gengu konungurinn og kennslukonan í hjónaband vinstri handar. Frú de Maintenon hafði gífurleg áhrif á konunginn og hirð hans þó svo að hún ætti aldrei eftir að bera opinberan titil. Hún hvatti t.d. Loðvík til að lifa guðræknara lífi sem sagnfræðingar telja hafa orðið til þess að farið var að ofsækja franska meðlimi mótmælendakirkjunnar.

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Public Domain. © Joconde

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.