Reyndar eru þessir blettir einmitt einfrumungar. Það sem við sjáum eru nefnilega skuggar af hvítum blóðkornum á leið um æðar í nethimnunni.
Hvítu blóðkornin drekka ekki í sig ljós á sama hátt og þau rauðu og verða þess vegna sýnileg sem eins konar göt í streymi rauðu blóðkornanna.
Fyrirbrigðið myndast í fíngerðum æðum sem liggja rétt þar hjá sem sjónin er skörpust. Stundum má meira að segja sjá þessa bletti hreyfast í takt við hjartsláttinn.
Þeir gagnsæju blettir sem flest fólk kannast við tilheyra svonefndum innanauga-fyrirbrigðum en þau eiga það sameiginlegt að einhver hlutur í auganu sjálfu varpar skugga á nethimnuna.
Annað slíkt fyrirbrigði eru svartir deplar sem stafa af óreglulegu ástandi í glæru augans.