Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Heiminum er jafnan skipt í sjö heimsálfur, en sumir halda því fram að þær séu aðeins fimm. Hvað er rétt?

BIRT: 30/12/2024

Það er engin skýr skilgreining á því hvað hugtakið „heimsálfa“ nær yfir. Þess vegna eru mismunandi skoðanir á því hversu margar heimsálfur eru á jörðinni.

 

Í Bandaríkjunum og flestum Evrópulöndum er algengast að skipta heiminum í sjö heimsálfur: Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu, Afríku, Ástralíu og Suðurskautslandinu.

 

Þetta líkan er landfræðileg skipting, sem m.a. byggir á stærð svæðanna sem og sögulegum og menningarlegum aðstæðum sem binda þau saman.

 

Jarðfræðingar sameina heimsálfur

Frá jarðfræðilegu sjónarhorni er þetta öðruvísi. Hér er fjöldinn minni vegna þess að landsvæði sem deila landgrunni eru talin tilheyra sömu heimsálfu.

 

Þetta þýðir til að mynda að Norður- og Suður-Ameríka eru ein heimsálfa undir nafninu Ameríka. Sama á við um Evrópu og Asíu sem saman heita Evrasía. Þetta líkan færir þannig fjöldann niður í fimm.

 

En sumir ganga enn lengra.

 

Hér mynda Evrópa, Asía og Afríka eina heimsálfu sem kallast Afró-Evrasía, því landsvæðin væru tengd saman ef ekki væri fyrir manngerðan Súez-skurð. Í þessu líkani er fjöldi heimsálfa því kominn niður í fjórar.

 

Að lokum telja sumir að Suðurskautslandið eigi ekki að teljast heimsálfa þar sem það er ekki byggt af mönnum. Ef þú blandar mismunandi „kröfum“ fyrir heimsálfu saman getur fjöldinn því farið niður í þrjár.

Hefðbundin landfræðileg skipting heimsins sýnir sjö heimsálfur (A), en jarðfræðileg sýnir fimm (B) – eða aðeins fjórar ef Evrópa, Asía og Afríka eru teknar saman (C).

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

© Photoongraphy/Shutterstock, © Wikipedia & Jens E. Matthiesen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Ósongat yfir suðurpólnum hélt veðurfræðingum í spennu

Maðurinn

Við hugsum ekki rökrétt

Náttúran

Hve mikið súrefni framleiðir tré?

Heilsa

Hafið auga með snemmbærum krabbameinseinkennum

Náttúran

Banvænasti sveppurinn fjölgar sér með nýrri aðferð

Maðurinn

Hvað er gyllinæð?

Maðurinn

Eru stór lungu kostur?

Maðurinn

Er botnlanginn í raun óþarfur?

Náttúran

5 fyrirbæri sem þróunin gleymdi

Lifandi Saga

„Hvað ætlarðu að vera þegar þú verður stór?“

Maðurinn

Af hverju deyja konur oftar í bílslysum en karlar?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.