Maðurinn

Hvað eru ofursmitberar?

Fjöldi þeirra sem hafa smitast af nýju kórónuveirunni eykst stöðugt og í sumum tilvikum tekst yfirvöldum að rekja svonefnd hópsmit til svokallaðra ofursmitbera. Hvað eru ofursmitberar og fyrirfinnast þeir víða?

BIRT: 24/08/2020

Lestími: 6 mínútur

Ofursmitberar smita marga af kórónuveiru

Í byrjun febrúar komst breskur karlmaður á forsíður dagblaðanna fyrir að hafa smitað ellefu manns af kórónuveiru í fjórum ólíkum löndum. Skömmu síðar hlotnaðist eldri konu í Suður-Kóreu einnig sami vafasami heiður en þarlend yfirvöld töldu hana hafa smitað alls 37 manns í söfnuði hennar.

Í báðum þessum tilvikum eru smitberarnir kallaðir ofursmitberar, því þeir höfðu valdið smiti sem var miklu víðtækara en gerist og gengur. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) smitar hver einstaklingur að jafnaði 2-2,5 aðra.


Í stuttu máli um nýju kórónuveiruna

Nýja kórónuveiran hefur í nokkra mánuði gengið undir heitunum 2019-nCoV og Wuhan kórónuveiran.

Á blaðamannafundi sem haldinn var 11. febrúar 2020 kynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hins vegar nýju kórónuveiruna opinberlega, svo og sjúkdóminn sem hún veldur.

Veiran hefur hlotið heitið SARS-CoV-2 sem er stytting á heitinu „Severe Acute Respiratory Syndrome Coronavirus 2“ en sjúkdómurinn kallast nú Covid-19.

Hvers konar veiru er um að ræða?

SARS-CoV-2 er svokölluð kórónuveira. Um er að ræða veirutegund sem á sök á flestum kvefpestum vetrarins sem að öllu jöfnu eru vægar. Í einstaka tilvikum geta kórónuveirur á hinn bóginn stökkbreyst og borist frá dýrum til manna og í slíkum tilfellum geta þær orðið varhugaverðar.

Sjúkdómarnir SARS og MERS eru jafnframt kórónuveirur.

Hvernig verða þær til?

Talið er að nýja kórónuveiran hafi fyrst myndast á dýramarkaði í kínversku stórborginni Wuhan. Þar þykir sennilegt að veiran hafi borist með dýrum og þaðan hafi borist smit í einstakling sem komst í tæri við hana.

Enn er ekki vitað fyrir víst frá hvaða dýri fyrsta smitið barst en undanfarið hefur verið talið að annað hvort sé um að ræða slöngu, leðurblöku eða hreisturdýr.

Hvernig berst smitið?

Veiran smitast manna á meðal og vísindamenn telja veiruna einkum berast með dropasmiti, þ.e. þegar sýktur einstaklingur hóstar eða hnerrar. Smit getur þó einnig borist með saur.

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) berst smit frá sýktum einstaklingum að öllu jöfnu til 2-2,5 annarra meðbræðra þeirra.

Hversu margir hafa smitast?

Í upphafi faraldursins voru flestir hinna smituðu í Kína en nú fyrirfinnast langflestir þeirra smituðu utan landamæra Kína.

Hægt er að fylgjast með smitþróuninni hér.

Hver eru einkennin?

Veiran getur leitt af sér einkenni á borð við hósta, gríðarlega þreytu, hita og öndunarerfiðleika. Í alvarlegum tilvikum getur sjúkdómurinn þróast yfir í lungnabólgu og líffærabilun.

Hvaða meðhöndlun er í boði?

Ef einkennin eru hósti, hiti og þreyta er veiran meðhöndluð líkt og hefðbundið kvef. Ef hinn smitaði veikist af lungnabólgu getur þurft að leggja hann inn.

Lungnabólgan sem veiran getur valdið orsakast nefnilega af veirusýkingu en ekki bakteríusýkingu og fyrir vikið koma sýklalyf ekki að gagni.

Meðhöndlunin felst í slíkum tilvikum í því að styrkja lungnastarfsemi þess sýkta og sjá honum fyrir nægilegum vökva.

Hversu margir hafa látist?

Mörg hundruð þúsund hafa látist á heimsvísu og dánartíðni af völdum nýju kórónuveirunnar er u.þ.b. 3,4 af hundraði. Til samanburðar má geta þess að dánartíðnin af völdum SARS nemur tíu hundraðshlutum.

Flestir þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins eru eldra fólk ellegar einstaklingar með veikt ónæmiskerfi.

Hægt er að fylgjast með smitþróuninni og dánartíðninni hér.


Ofursmitberar eða ofursmitsatburður

Þegar víðtæk hópsmit koma upp er iðulega talað um ofursmitbera. Samt er ekki um neitt eitt fyrirbæri að ræða sem vísindamenn hafa fullan skilning á og í rauninni veigra mörg yfirvöld sér við að nota hugtak þetta, því það getur falið í sér óþarfa jaðarsetningu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) upplýsir að þekkt sé að margir einstaklingar hafi smitast af sama smitinu en að í raun hafi þá frekar verið um að kenna mannmörgum atburðum umfram það að allt smitið hafi borist frá sama smitberanum.

Þó hefur reynst vandkvæðum bundið að fjarlægja einn tiltekinn einstakling alveg úr jöfnunni. Því þó svo að tími og staður skipti miklu máli fyrir smitdreifingu, þá eru ýmsir vísindamenn sammála um að sumt fólk smiti meira en annað, við réttu aðstæðurnar.

Ofursmitberar geta losað frá sér meira veirumagn

Í safngreiningu sem fram fór við Princeton háskólann í Bandaríkjunum kom m.a. fram að sumt fólk losar meira veirumagn í veikindum sínum en við á um aðra sem finna vart fyrir sjúkdómseinkennum og grípa fyrir vikið ekki til réttra varúðarráðstafana.

Daglegt líf einstaklinga, svo og atferli þeirra, getur að sama skapi skipt máli. Sé sá smitaði t.d. oft í snertingu við annað fólk í vinnu sinni eða frítíma er að sjálfsögðu meiri hætta á smiti en ef sá hinn sami sæti heima í sófanum.

Hvort ofursmitberar þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði eða hvort um er að ræða röð óheppilegra tilviljana, vita vísindamennirnir ekki en Mark Woolhouse, prófessor í smitsjúkdómum við Edinborgarháskóla, leggur áherslu á það í viðtali í dagblaðinu „The Independent“ að ofursmitberar séu undantekning fremur en regla.

Fimm ofursmitberar sögunnar

Taugaveiki 1900-1915
Mary Mallon var írskur innflytjandi sem starfaði sem eldabuska víðs vegar um Bandaríkin í fimmtán ár. Hún var smituð af taugaveiki en reyndist vera svokallaður einkennalaus smitberi. Hún fann ekki fyrir neinum einkennum sjálf en var hins vegar mæta vel fær um að bera sjúkdóminn áfram. Mary Mallon er álitin hafa smitað 51 manns af taugaveiki en þrír þeirra létust.

Mislingar 1989
Finnskur ofursmitberi smitaði 22 einstaklinga af mislingum þar sem saman voru komnir 144 námsmenn í sal með slælegri loftræstingu.

Ebóla 1995
Tveir ofursmitberar eru taldir hafa smitað allt að 50 manns af ebólu í Kongó.

SARS 2002-2003
Kínverskur læknir smitaði sjö manns af SARS á meðan hann dvaldi á hóteli í Hong Kong. Einstaklingarnir sjö fóru síðan hver til síns heima og dreifðu sjúkdóminum áfram.

MERS 2015
Suður-kóreskur ofursmitberi smitaði 36 manns af MERS á meðan hann lá á sjúkrahúsi.

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Skógarhöggsmenn hafa yfirtekið svæði ættflokksins sem skapar ýmsar hættur fyrir hann.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is