Tíminn milli pólskipta getur verið allt frá nokkur þúsund árum upp í milljónir ára.
Þetta gerðist fyrir 780.000 árum og enginn veit hvenær það gerist næst.
En um þessar mundir dregur úr styrk segulsviðsins og segulnorðurpóllinn hefur síðustu ár færst hraðar en áður, eða um nálægt 40 km á ári.
Séu þetta merki um yfirvofandi pólskipti, verða afleiðingarnar í besta falli gríðarmikið tjón en í versta falli munu pólskiptin kosta fjölda mannslífa.
Pólskipti taka yfirleitt mörg þúsund ár og á þeim tíma veiklast segulsvið jarðar til mikilla muna áður en það tekur að endurnýja sig á grundvelli viðsnúinna póla.
Mjög veiklað segulsvið leiðir til eyðileggingar fjölmargra gervihnatta sem ekki njóta lengur verndar segulsviðsins fyrir geimgeislun. Helstu fjármálamiðstöðvar heims munu lamast ef ekki verður búið að tryggja öruggar gagnasendingar og símasamband eftir öðrum leiðum.
GPS-tæki verða ónothæf og hætta skapast á árekstrum milli flugvéla í lofti. Án segulsviðs eiga sólvindar auðveldari leið til jarðar þar sem þeir geta valdið eyðileggingu spennustöðva og rafmagnstækja og þannig tekið rafstrauminn af heilu borgunum.
Öllu meinlausari verður sú afleiðing að unnt verður að sjá litrík „norðurljós“ um allan hnöttinn þar eð segulsviðið beinir ekki lengur efniseindageislun út að pólunum.