Náttúran

Hvað merkir „tölfræðilega marktækt“?

BIRT: 19/01/2025

Þegar sagt er að niðurstöður könnunar eða rannsóknar séu „tölfræðilega marktækar“, merkir það að niðurstöðurnar ráðist örugglega ekki af tilviljun.

 

Þegar t.d. er verið að prófa virkni nýrra lyfja er nýja lyfið prófað á hópi fólks en samanburðarhópur fær efni sem ekki hefur neina virkni, svonefnda lyfleysu.

 

Fyrirfram hafa vísindamennirnir ákvarðað svonefnt p-gildi (probability-gildi) sem segir til um líkurnar á því að mismunandi áhrif í hópunum tveimur stafi ekki aðeins af tilviljun.

 

Að rannsókn lokinni spyrja menn sig svo: Hversu miklar líkur eru til að sá munur sem í ljós kom – eða meiri munur – hefði komið í ljós ef báðir hóparnir hefðu fengið lyfleysu? Séu þær líkur minni en hið upprunalega p-gildi, teljast niðurstöðurnar tölfræðilega marktækar.

 

Þetta þarf í sjálfu sér ekki að þýða að áhrif lyfsins séu mikil, heldur aðeins að samkvæmt rannsókn virðist lyfið hafa áhrif.

 

Þeir sem borða osta kafna í svefni

Unnt er að auka hið tölfræðilega öryggi með því að stækka rannsóknarúrtakið. Þá er á hinn bóginn líka erfiðara að greina hvort aðrir þættir en lyfið sjálft geti hafa haft einhver áhrif.

 

Í mjög stóru gagnamagni er t.d. oft unnt að finna tölfræðilegt samhengi sem augljóslega fær ekki staðist samkvæmt neinum rökum. Í Bandaríkjunum hefur t.d. fundist samhengi milli þróunar í neyslu osta og fjölda fólks sem vefur sig í rúmfötin í svefni og kafnar.

5 prósent er algengasta p-gildið í vísindarannsóknum. Þetta þýðir að það þarf að vera í mesta lagi fimm prósent hætta á að niðurstöður séu tilviljunarkenndar.

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.