Koparöldin nefnist það tímabil sem einkenndist af notkun kopars til að smíða verkfæri og vopn. Tímabilið var millitímabil milli steinaldar og bronsaldar en þá var farið að blanda tini saman við mjúkan koparinn þannig að úr varð brons en sú málmblanda var harðari viðkomu og endingarbetri.
Koparöldin hófst á ólíkum tímum á mismunandi stöðum heims en sagnfræðingar eru yfirleitt sammála um að tímabilið hafi byrjað í Miðausturlöndum í kringum árið 5000 f.Kr. Þaðan barst notkun kopars svo til Evrópu u.þ.b. 1.000 árum síðar.
Bræddur kopar var notaður til að útbúa verkfæri og vopn, m.a. axir.
Koparöld var tímabil gríðarlegra umbreytinga, sem m.a. fólst í því að fólk fór að setjast að í stærri borgum. Þar þróaðist nútímalegri landbúnaður og ný tegund af tækni, m.a. málmvinnsla.
Þess ber þó að geta að eiginleg koparöld þekktist ekki á öllum svæðum Evrópu, t.d. hefur aðeins fundist lítið af kopar í Skandinavíu og margir fræðimenn segja alls ekki rétt að tala um koparöld á Norðurlöndum.
Var lýðræðið meira í Aþenu til forna eða í rómverska lýðveldinu?
Í Danmörku hafa vísindamenn raunar fundið svonefnda deiglu frá því um 3.800 f.Kr. sem gæti gefið til kynna að forsögulegir Danir hafi verið færir um að steypa úr kopar.
Ef marka má fræðimenn hafa Danir einungis notað kopar í örfáar aldir og þess í stað hafi svo komið steinöld sem staðið hafi yfir í 1.500 ár áður en bronsöldin hóf innreið sína.