Alheimurinn

Hvað verður um jörðina þegar sólin brennur upp?

Sólin getur ekki skinið til eilífðar. Hvað verður um jörðina og hinar reikistjörnurnar þegar hún brennur upp?

BIRT: 04/11/2014

Eftir svo sem fjóra milljarða ára hefur sólin nýtt allan vetnisforða sinn og þá mun hún þenjast út og breytast í rauða risastjörnu sem nær alla leið þangað út í sólkerfið þar sem jörðin er nú. Þegar að þessu kemur er alveg ljóst að sólin gleypir í sig bæði Merkúr og Venus en örlög jarðarinnar að því er þetta varðar eru nokkuð óvissari. Þegar sólin tútnar út, missir hún samtímis nokkuð af massa sínum og getur því ekki lengur haldið alveg jafn föstu taki á reikistjörnunum. Gasið sem þá streymir frá sólinni gæti jafnframt átt þátt í að ýta hnettinum út fyrir seilingarfjarlægð sólarinnar. Jörðin sleppur þannig kannski við að lenda í gini sólarinnar en endar þess í stað ævina sem kolbrunninn hnöttur á braut rétt hjá risastjörnunni. En hvort heldur sem gerist munu dauðateygjur sólarinnar óhjákvæmilega eyða öllu lífi á hnettinum.

Þegar sólin þenst út hækkar hitastigið á yfirborði hennar, en um 250 milljón árum síðar skreppur þessi rauði risi saman og myndar hvítan dverg, á stærð við jörðina. Þær reikistjörnur sem eftir verða, lenda þá í frystikistu geimsins og að þessu sinni að eilífu.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.