Algengt er að heyra um mikla fjölgunarhæfni kanína eða t.d. músa, en meistarar dýraríkisins í þessu efni eru þó blaðlýs.
Ævihringur þessara skordýra er að vísu nokkuð misjafn eftir tegundum, en þar eð þær fjölga sér yfirleitt kynlaust og fæða þar að auki lifandi unga, fjölgar stofninum mjög hratt. Blaðlús eignast yfirleitt unga tíunda hvern dag og þar eð ungu blaðlýsnar þurfa ekki að viðhafa neina mökun heldur fæðast þungaðar í ofanálag, eignast þær fyrsta ungahópinn sjálfar tíu dögum eftir fæðingu.
Og við allra bestu aðstæður getur fjölgunin orðið enn hraðar.
Heimsmetið á kállúsin sem fræðilega séð getur eignast 822 milljónir tonna af afkomendum á einu ári. Það er nálægt því að vera þrefaldur þungi alls mannkyns. Til allrar lukku er dánartíðni blaðlúsa einnig mjög há, enda óvinir í náttúrunni fjölmargir. Þótt fjölgunin sé ör, verða vindurinn og önnur veðurskilyrði, að ógleymdum rándýrunum, flestum blaðlúsum fljótlega að bana.