1. BIFUR
200-2.000 greinar og kvistir.
Mesti hamstrari dýraríkisins er bifurinn sem geymir nánast fáránlegar fóðurbirgðir á botni vatna þar sem hann heldur til. Bifurinn þyngir allt að tvö tonn af greinum og kvistum með steinum til að fæðan haldist fersk í köldu vatninu allan veturinn.
2. HNOTUSPÆTA
150-200 kg af hnetum
Sum dýr byggja sín eigin forðabúr þegar veturinn nálgast. Það gildir t.d. um hnotuspætu sem velur sér trjástofn fyrir vetrarforðann og heggur í hann mörg þúsund holur sem rúma akörn til átu um veturinn.
3. ÍKORNI
20-50 kg af hnetum, könglum og sveppum
Birgðunum er skipt í forðabúr sem grafin eru niður í skógarsvörðinn. Gleymi íkorninn einhverjum stöðum eða ef forðinn klárast ekki, geta sprottið ný tré sem íkorninn hefur sáð.
4. BLÁR SKÓGARSKJÓR
20-30 kg af hnetum
Blái skógarskjórinn nýtir stóran hluta haustsins til að safna hnetum sem geymdar eru hver fyrir sig víða í skóginum. Sumar grefur fuglinn niður en aðrar eru geymdar í klofnum greinum eða í holum trjám.
5. VATNSNARTA
10-35 kg af kartöflum, rótum og fleiri plöntuhlutum
Þegar veturinn nálgast safnar þetta 20 cm langa og 200-300 gramma þunga nagdýr fæðubirgðum sem nema allt að 100-faldri líkamsþyngd sinni. Fæðan er oftast geymd í þeim trjástofni eða holu þar sem dýrið býr.