Lifandi Saga

Hvaða harmleikur á íþróttaleikvangi kostaði flest mannslíf?

Tugþúsundir af spenntum Rómverjum streymdu árið 27 e.Kr. til hringleikhússins í borginni Fidenae til að fylgjast með skylmingaþrælum berjast. Um helmingur þeirra snéri ekki aftur heim.

BIRT: 10/11/2023

Minnst 125 manns misstu lífið og 323 slösuðust þegar ofsahræðsla greip um sig meðal áhorfenda á yfirfullum fótboltaleikvangi á eyjunni Jövu í Indónesíu þann 1. október árið 2022.

 

Þrátt fyrir að þetta mikla mannfall geri þennan indónesíska harmleik að einu versta slysi innan íþrótta á síðari tímum er harmleikurinn ekki nálægt því að vera sá sem hefur krafist flestra mannslífa.

 

Árið 27 e.Kr. glötuðu minnst 20.000 manns lífinu þegar hringleikhús í hinum forna ítalska bæ Fidenae hrundi þegar mót skylmingaþræla var í fullum gangi.

Þúsundir hafa látist á leikvöngum

Hrun hringleikhússins í Fidenae er ekki eina stórslysið sem hefur dunið á íþróttaáhugafólki. Hér að neðan eru dæmi um þrjú önnur þar sem fjölmargir dóu.

Steinveggir og pallar hrynja

Ár: Um 284-286 e.Kr.

 

Staður: Circus Maximus, Róm, Ítalíu

 

Fjöldi látinna: Um 13.000

 

Hvað gerðist? Þriggja hæða steinveggur sem bar m.a. stóra áhorfendapalla, hrundi allt í einu niður. Í kjölfarið hrundu pallarnir og mörg þúsund manns létu lífið.

Burðarstoðir brotnuðu

Ár: 140 e.Kr.

 

Staður: Circus Maximus, Róm, Ítalíu

 

Fjöldi látinna: 1.112

 

Hvað gerðist? Þegar veðhlaup með hervögnum fór fram þrengdu áhorfendur sér fram á einn af efri áhorfendapöllunum til að sjá betur hlaupið. Burðarstoð brast undan þyngdinni svo pallarnir hrundu niður.

Veðhlaup endar með eldsvoða

Ár: 1918

 

Staður: Happy Valley, Hong Kong

 

Fjöldi látinna: 614

 

Hvað gerðist? Þann 26. febrúar 1918 hrundi áhorfendapallur og velti mörgum nærliggjandi matarbásum um koll. Slysið kveikti í nokkrum bambusmottum og mikill og mannskæður eldur breiddist út.

Áður en bardagarnir hófust voru glaðir og eftirvæntingarfullir áhorfendur búnir að streyma inn í hringleikhúsið og stútfylla það. Sá maður sem var ábyrgur fyrir byggingu leikvangsins – maður að nafni Atilius – hafði í sparnaðarskyni látið smíða hringleikhúsið úr timbri fremur en steinum. Samkvæmt sumum heimildum var auk þess mikið fúskað við byggingu leikvangsins.

 

Þetta sleifarlag reyndist afdrifaríkt. Pallarnir gátu ekki borið þyngdina af öllum þessum mannfjölda og þegar byggingin hrundi fórust bæði áhorfendur á pöllunum í hringleikhúsinu ásamt fjölmörgum öðrum sem voru að kaupa sér hressingu við söluborð undir stúkunum.

Allt að 50.000 Rómverjar söfnuðust saman til að sjá skylmingaþræla berjast, þegar hringleikhúsið hrundi saman.

Minnst 20.000 létust

Ekki er vitað með vissu hversu mörg fórnarlömbin voru í þessum harmleik. Rómverski sagnaritarinn Svetón áætlar að 20.000 áhorfendur hafi farist, meðan kollegi hans Takítus skrifar að 50.000 manns hafi dáið eða slasast.

 

Þá er ritað að björgunarstarf hafi tekið drjúgan tíma við að leita að fólki í rústunum, sinna þeim slösuðu og bera kennsl á hina látnu.

 

Eftir þetta hörmulega slys tók öldungaráðið í Róm þá ákvörðun að einungis stórauðugir menn – sem hefðu efni á því að byggja traustar byggingar – mættu skipuleggja bardaga skylmingaþræla og að öll ný hringleikhús bæri að skoða gaumgæfilega áður en þau fengju leyfi yfirvalda.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Atlas van Loon,© Rabax63,© Public Domain,© University of California Libraries

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.