Lifandi Saga

Hvaðan eru indíánar?

Efnismikil rannsókn á erfðaefni hefur varpað ljósi á ráðgátuna um það hvaðan amerískir indíánar komi upprunalega. Rösklega 100.000 DNA-sýni voru rannsökuð með tilliti til vísbendinga um þræði sem tengja okkur við ísöldina.

BIRT: 10/06/2024

Vísindamenn hafa löngum verið þeirrar skoðunar að norðuramerískir indíánar eigi rætur að rekja til innfæddra í Síberíu sem hafi flust búferlum yfir Beringssund til Norður-Ameríku.

 

Víðfeðm rannsókn sem gerð var við kínversku vísindaakademíuna kippir stoðunum undan þeirri kenningu.

 

Ef marka má kínversku vísindamennina eiga forfeður indíánanna nefnilega rætur að rekja til norðurhluta Kína.

 

Í rannsókn sinni greindi vísindamannateymið alls 100.000 nútímaleg og 15.000 gömul DNA-sýni. Rannsóknin snerist um leit að hvatberaerfðaefni sem erfist frá móður.

 

Með því að beita erfðarannsóknum hefur vísindamönnunum tekist að bera kennsl á sérlegan DNA-ættboga sem kallast D4h en hann teygir sig frá Kína til Ameríku.

 

Þessi sjaldséði ættbogi hefur fundist í 216 núlifandi einstaklingum og 39 fortíðareinstaklingum og er hann sagður tengjast tveimur bylgjum búferlaflutninga frá Asíu til Ameríku.

 

Fyrri bylgjan átti sér stað fyrir 26.000 til 19.500 árum þegar síðasta ísöld varð hvað köldust og stórir hlutar af norðurhluta Kína voru þaktir ís. Næstu búferlaflutningar urðu svo fyrir 19.000 til 11.500 árum þegar gífurleg fólksfjölgun í Kína kann að hafa stökkt fólki á flótta frá svæðinu.

Nýleg kínversk rannsókn hefur leitt í ljós að indíánar í Bandaríkjunum eigi rætur að rekja til Kína.

Rannsóknin gefur jafnframt til kynna að forfeður indíána hafi ekki farið yfir Beringssund á leið þeirra til Ameríku, líkt og talið hafði verið til þessa, heldur hafi þeir farið frá Kína í átt norður meðfram ströndum Kyrrahafsins.

 

Þegar fram liðu stundir hafi þeir svo farið siglandi yfir hafið löngu áður en þeir komu að Beringssundi.

Bandaríkjamenn túlkuðu dansinn sem stríðsyfirlýsingu og réðust á indíánana við Wounded Knee. Hér fjöllum við um blóðbaðið sem á svo hrottalegan hátt stöðvaði indíánastríðin.

Ef marka má kínverska vísindamenn leiðir nýja rannsóknin í ljós að erfðafræðileg vensl indíána við Asíu „séu flóknari en talið hefur verið“.

 

„Nú hyggjumst við safna gögnum um og rannsaka ýmsa evrasíska DNA-ættboga til að freista þess að öðlast nákvæmari mynd af uppruna indíánanna“, segir erfðafræðingurinn Qing-Peng Kong sem tekið hefur þátt í rannsókninni.

Þekktir indíánahöfðingjar

Þegar evrópskir landnemar hófu landvinninga í Norður-Ameríku mættu þeir innfæddum þjóðflokkum sem hugðust ekki láta land sitt af hendi átakalaust. Hver og einn þessara þjóðflokka laut yfirráðum kjarkmikilla höfðingja.

Sitting Bull

Var uppi: Um 1831-1890

 

Ættflokkur: Hunkpapa Lakota

 

Höfðinginn Sitting Bull var þekktur fyrir hugdirfsku og visku. Hann varði lifnaðarhætti þjóðar sinnar, svo og réttindi og jarðnæði, gegn hvítu landnemunum. Staðföst andstaða hans í bardaganum við Little Bighorn árið 1876 gerði hann að goðsagnapersónu í sögu Bandaríkjanna.

Gerónimó

Var uppi: Um 1829-1909

 

Ættflokkur: Chiricahua Apache

 

Apache-foringinn Gerónimó var hugrakkur stríðsmaður sem barðist gegn kúgun hvíta mannsins. Höfðinginn hafði mikla þekkingu á stríðsrekstri og hóf þegar skæruhernað við heri Bandaríkjamanna og Mexíkóa. Hann er í dag táknmynd fyrir andspyrnubaráttu indíánanna.

Crazy Horse

Var uppi: Um 1840-1877

 

Ættflokkur: Oglala Lakota

 

Stríðshöfðinginn Crazy Horse var sérfræðingur á sviði hernaðar sem tók þátt í mörgum afgerandi bardögum milli indíána og Bandaríkjahers. Hann tók m.a. þátt í að verja indíána í Black Hills-fjallgarðinum í Suður-Dakota gegn riddaraliðinu sem hugðist reka indíánana inn á verndarsvæðin.

Red Cloud

Var uppi: 1822-1909

 

Ættflokkur: Oglala Lakota

 

Red Cloud er einn fárra höfðingja sem báru sigur úr býtum í stríðsrekstri gegn Bandaríkjaher. Eftir margra ára bardaga neyddi hann Bandaríkjamenn til að rýma mörg virki á bestu veiðilendum indíánanna. Þetta var árið 1868. Höfðinginn var háttvís og nærgætinn maður sem stillti til friðar þegar það var ættflokki hans fyrir bestu.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© CHOTE BKK/Shutterstock.com. © The U.S. National Archives. © Public Domain. © Beinecke Rare Book and Manuscript Library

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Vinsælast

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Er sólarvarnarkrem eina leiðin til að verjast geislum sólar eða eru til matvörur með sólarvörn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is