Lifandi Saga

Hvaðan koma Bedúínarnir? 

Enginn getur lifað af í eyðimörkinni – fyrir utan bedúínana. Í mörg þúsund ár hefur þessi þrautseigi þjóðflokkur þraukað í eyðimörkinni, þar til ný löggjöf neyddi þá til að breyta lifnaðarháttum sínum.

BIRT: 10/01/2024

Bedúínar eru hirðingjar sem hafa lifað flökkulífi á einhverjum þurrustu og hrjóstugustu svæðum Mið-Austurlanda. 

 

Forfeður þeirra stunduðu landbúnað og dýrahald á steppunum, þar sem nú er Sýrland svo snemma sem 6000 árum f.Kr. Það var þó fyrst á síðasta árþúsundinu fyrir f.Kr. sem bedúínar tóku að safnast saman í skipulegri ættbálka. 

 

Jafnframt tóku þeir að innheimta skatt af þeim fjölmörgu verslunarvörum sem kaupmenn fluttu um svæði þeirra. Á móti hjálpuðu bedúínar kaupmannalestum við að komast yfir eyðimerkur á öruggan máta. 

Bedúínar voru sem skapaðir fyrir erfitt líf í eyðimörkinni

Í mörg þúsund ár hafa bedúínar lagað sig að aðstæðum sem margir myndu telja óbærilegar. Farsæld þeirra fólst í búfénaði, skáldskap og ránsferðum. 

Dýrin tryggðu líf þeirra 

Kjöt, mjólk og ull frá geitum, kameldýrum og sauðfénaði skipti sköpum fyrir líf bedúína í eyðimörkinni. Einkum voru kameldýrin í hávegum höfð hjá bedúínum sem kölluðu dýrið „gjöfina frá guði“. Dýrin voru mikilvægur farkostur í torfærum eyðimörkunum og eins mátti éta þau þegar neyðin var hvað mest. Kameldýra-veðhlaup við brúðkaup og hátíðir átti auk þess sinn þátt í að tengja bedúínana saman. 

Skáldskapur varðveitti fortíðina

Munnleg geymd skáldskapar var mikilvægasta list bedúína og þeir lögðu ríka áherslu á að varðveita vísdóminn sem fólst í ljóðum þeirra. Auk þess að vera listgrein voru ljóðin einnig nýtt til að flytja þekkingu til nýrri kynslóða en flestir voru þeir ólæsir. Ljóðin gátu m.a. greint frá helstu afrekum forfeðranna en einnig var að finna í þeim siðaboðskap til að tryggja dyggðugt líferni. 

Bedúínar rændu alla 

Ránsferðir á kaupmannalestir og aðra ættbálka var ríkur þáttur í menningu bedúína. Bedúínar beittu oft skyndiárásum á verslunarleiðangra kaupmanna, enda forðuðust þeir af öllum mætti að lenda í átökum við stóra heri. Einkum sóttust þeir eftir búfénaði. 

„Starf okkar felst í að ráðast á óvini okkar, á nágranna okkar og jafnvel eigin bræður“, ritaði bedúínska ljóðskáldið al-Kutami. 

Bedúínar settust að í öllum eyðimörkunum

Á næstu öldum og árþúsundum dreifðust bedúínarnir – og stórar hjarðir þeirra af geitum og kameldýrum – til nær allra eyðimerkursvæða í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Á svæðum þar sem aðrir þjóðflokkar gátu ekki lifað af. 

 

Þessir harðskeyttu bedúínar voru hins vegar meistarar í að ná sem mestu út úr afar takmörkuðum auðlindum eyðimerkurinnar og stundum bættu þeir sér upp skort á aðföngum með því að ræna kaupmannalestir eða aðra ættbálka. 

Flestir bedúínar hættu hefðbundnum lifnaðarháttum sínum á 19. og 20. öld.

Þetta flökkulíf bedúínanna var þó þyrnir í augum valdhafa Mið-Austurlanda sem áttu erfitt með að hafa stjórn á hirðingjunum og heimta skatt af þeim.

 

Á 19. öld innleiddu Ósmanar sem réðu þá ríkjum í Mið-Austurlöndum, nýja löggjöf. Þessi nýja löggjöf fól í sér flutning framandi þjóðflokka til eyðimerkursvæða og þvingaði á sama tíma marga bedúína til að taka upp fasta búsetu. 

 

Síðan hafa stöðugt fleiri gefist upp á hefðbundnu lífi bedúína og frá því upp úr 1950 lifa nú langflestir bedúínar í stórborgum Mið-Austurlanda. Þar leitast þeir ennþá við að halda í hefðir forfeðra sinna, m.a. með menningarhátíðum og skemmtiferðum út í eyðimerkur. 

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Yale Center for British Art. © Public Domain. © Mariam Hotel. © Library of Congress.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Rannsóknir afhjúpa: Svona getur hass breytt heila fósturs

Tækni

Hvernig virka púðurskot?

Maðurinn

Leiði er ofurkraftur okkar

Heilsa

Af hverju má ekki drekka saltvatn?

Náttúran

Bláglyttan er heilalaus snillingur

Lifandi Saga

Prumpukóngurinn felldi dömur í yfirlið

Menning og saga

Hvað telst vera mesta svindl fornleifafræðinnar?

Lifandi Saga

Saga Jemen: Frá myrru og mokka til Borgarastríðs og húta

Náttúran

Hættuleg baktería tengd við sérstakan hundamat

Lifandi Saga

Dauði Maó olli harðri valdabaráttu

Lifandi Saga

Kynnisferð um: Morðmál miðalda 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is