Menning og saga

Hvar eru bein Hitlers?

BIRT: 04/11/2014

Síðustu dagar Þriðja ríkisins einkenndust af blóðbaði og eyðileggingu. Miklir bardagar geisuðu í Berlín og í rammgerðu loftvarnarbyrgi undir Þinghúsinu í Berlín frömdu Adolf Hitler og Eva Braun sjálfsmorð þann 30. apríl 1945. Þegar aðstoðarforingi Hitlers, Heinz Linge, hafði gengið úr skugga um að bæði væru látin voru líkin borin upp í sundursprengdan garð að baki byggingunum þar sem bensíni var hellt yfir líkin og kveikt í. Eldurinn nægði þó ekki að eyðileggja líkamsleifarnar algerlega og þegar rússneskar herdeildir tóku að láta sprengjum rigna yfir byggingarnar urðu nasistar að gefa frekari líkbrennslu upp á bátinn. Síðar um kvöldið tókst þeim að grafa leifarnar í nærliggjandi sprengjugíg.

Að þessu marki eru flestir sagnfræðingar sammála um framvindu mála en hvað varð síðar um jarðneskar leifar nasistaleiðtogans hefur orðið uppspretta margvíslegra bollalenginga sagnfræðinga.

Ýmsar kenningar eru uppi. Samsærissinnar telja að þetta hafi alls ekki verið Adolf Hitler og Eva Braun sem dóu í byrginu heldur staðgenglar þeirra, en að Evu og Hitler hafi tekist að flýja og verja lífi sínu á leynilegum stað. Einföldustu sagnir herma að rússneskir hermenn hafi aldrei fundið minnstu leifar af Adolf Hitler og Evu Braun, og að jarðneskar leifar þeirra séu enn grafnar í dálítilli fjarlægð norðan við núverandi þinghús.

Önnur tilgáta, sem m.a. sagnfræðingurinn Benjamin Fischer hefur sett á blað, og fleiri fræðimenn hafa gefið nokkurn gaum að, segir að Stalín hafi einsett sér að tryggja að Hitler væri dauður. Því skyldi finna lík hans og fjarlægja og þetta markmið hafi gagnnjósnadeild innan Rauða hersins tekist að uppfylla.

Árið 2002 fékk þýski réttarmeinafræðingurinn Mark Benekke, við heimsókn í Moskvu, að sjá brot úr höfuðkúpu með einni skotholu og tveimur mismunandi tannbrúm, sem samkvæmt rússneskum ríkisskjölum átti að hafa tilheyrt Hitler.

Benekke bar tennurnar saman við fyrri röntgenmyndir og ályktaði að vissulega væri höfuðkúpan Hitlers. Í september 2009 var hún aftur rannsökuð. Í þetta sinn af fornleifafræðingnum Nick Bellatoni sem framkvæmdi einnig erfðafræðilegar greiningar og komst að því að höfuðkúpan væri úr ungri konu.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is