Náttúran

Hve langt heyrist eldgos?

Þegar eldgosið hófst í Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai með sprengingu var sagt að hún hefði heyrst alla leið til Alaska. En getur það staðist?

BIRT: 30/01/2022

Sprengigos geta verið svo kraftmikil að þau skapi mjög öfluga þrýstibylgju sem berst um gufuhvolfið og heyrist í mörg þúsund kílómetra fjarlægð.

 

Þetta gerðist einmitt 15. janúar 2022, þegar pólýnesíska sprengigosið varð í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Hapa‘ai sem er að stærstum hluta neðansjávar. Sprengingin var svo kröftug að hún greindist í Anchorage og Fairbanks í Alaska, í um 9.000 km fjarlægð.

 

Reyndar bárust þrýstibylgjur í báðar áttir hringinn í kringum hnöttinn og þær mældust t.d. báðar á Íslandi, þótt við höfum vissulega ekki heyrt þær.

Fólk á eyjunni Tonga líkti þessum ofboðslega hávaða við risastóra sprengju.

 

Þrýstibylgjur breiðast út

Hljóð eru þrýstibylgjur sem berast um loftið og gervihnattamyndir sýna hvernig þrýstibylgjan frá Honga Tonga-Hunga breiddist út í lofti.

 

Gervihnattamyndskeið sýna hvernig þrýstibylgjan breiðist út í allar áttir þegar sprengigosið þeytir miklum gjóskustrók til himins.

Í Alaska heyrðist hljóðið sem lágvært, djúptóna urr. Mælingar frá Eldfjallaathugunarstöð Alaska sýndu að hljóð barst frá eldgosinu og hljóðið heyrðist samtímis því sem mælitækin greindu þrýstibylgjuna.

 

Vísindamenn hjá NASA hafa giskað á að styrkur gossins hafi samsvarað 10 megatonnum af TNT eða sem svarar 500 Híróshímasprengjum. Aðrir vísindamenn telja þetta háværasta atburð á plánetunni síðustu 100 árin eða svo.

 

Þó þurfum við að hafa í huga að sprengigosið í Krakatá í Indónesíu 1883 eða fyrir nærri 140 árum var mun stærra.

 

Hið öfluga sprengigos í Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai gæti hafa orðið vegna minni háttar goss þann 14. janúar. Þetta eldfjall er 1.800 metra hátt en hluti af gígbarminum stendur upp úr sjó. Litla gosið gæti hafa orðið þess valdandi að meiri sjór streymdi inn í gíginn og leiddi af sér þessa öflugu sprengingu daginn eftir.

 

HÖFUNDUR: MIKKEL MEISTER

UPI/Alamy © Japan Meteorological Agency

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is