1. Þúsundfætla á stærð við bíl
Arthropleura
- 2,7 metrar.
Stærsta skorkvikindi allra tíma var á ferli fyrir 326 milljónum ára. Þúsundfætlan var af ættinni Arthropleura og var 2,7 metra löng, 55 cm á breidd og vó um 50 kg. Steingervingar sem fundist hafa í Norður-Englandi og Tyrklandi sýna að dýrið var samsett úr 76 liðum.
2. Sporðdreki í mannsstærð
Jackelopterus rhenaniae
- 2,5 metrar
Sæsporðdrekinn Jackelopterus rhenaniae var um 2,5 langur og klærnar einar voru um 45 cm. Þetta rándýr lifði einkum í ferskvatni fyrir 444-416 milljón árum og hefur skilið eftir sig steingervinga í Norður-Ameríku og Þýskalandi.
3. Ævafornt risaliðdýr
Aegirocassis benmoulai
- 2 metrar
Fyrir 480 milljón árum komu fyrstu skíðisdýrin fram. Eins og hvalir nútímans síuðu þau smádýr úr vatninu. Liðdýrið Aegirocassis benmoulai var um 2 metra langt og meðal radiodont-dýra. Steingervingurinn fannst í Marokkó.
4. Kambríum-risinn
Omnidens amplus
- 1,5 metrar
Á kambríum-tímabilinu fyrir 520 milljón árum varð skyndileg og mikil fjölgun tegunda. Stærsta dýrið var Omnidens amplus sem var um 1,5 metrar og greip bráðina með gaddakjálkum. Steingervingurinn fannst í Kína.
5. Fljúgandi risi
Meganeura permiana
- 71 cm
Stóra drekaflugan var uppi fyrir 300-375 milljónum ára. Vænghafið var 71 cm og lengdin 43 cm. Þyngdin hefur verið 450 grömm og þetta því stærsta fluga allra tíma. Vænghaf stærstu drekaflugna er nú 11 cm og þyngdin 30 grömm.