Lifandi Saga

Hvenær fengu sendiráð friðhelgi?

Sendiráð njóta friðhelgi og hafa þannig sérstaka lagalega stöðu samkvæmt alþjóðlegum samningi frá árinu 1961 sem flest þjóðlönd hafa undirritað. En í samningnum er einnig að finna nokkrar lagalegar smugur.

BIRT: 02/12/2024

Hugmyndina um að sendiráð njóti sérstakrar lagalegrar stöðu má rekja aftur til fornaldar þegar diplómatar og sendiboðar nutu sérstakrar verndar og ferðafrelsis. 

 

Síðar á miðöldum og á endurreisnartímanum tóku mörg evrópsk ríki að móta diplómatísk sambönd sín og þróa óskrifaðar leikreglur fyrir sendiráð.

 

Það var samt fyrst á 18. öld þegar sendiherrar tóku fasta búsetu í mörgum ítölskum borgríkjum sem diplómatísk friðhelgi breiddist út.

 

Það var síðan ekki fyrr en árið 1961 sem alþjóðlegur samningur var mótaður í Vín til að leggja línurnar fyrir diplómatísk sambönd. 

 

Samningurinn hefur verið undirritaður af 193 löndum og þar kemur fram að sendiráð og starfsmenn þess njóti friðhelgi.

 

Þannig ber þessum löndum skylda til að verja byggingar gestaþjóðar fyrir árásum og yfirvöld mega sjálf ekki ráðast inn í sendiráð án leyfis.

Friðhelgi sendiráða hefur margsinnis verið rofin, m.a. þegar íranskir námsmenn hertóku sendiráð BNA í Tehran árið 1979 og tóku diplómata í gíslingu.

Sendiherra myrti konuna sína

Þó eru takmörk fyrir friðhelgi sendiráðanna.

 

Þannig geta ríkisstjórnir krafist þess að fá aðgang að sendiráðum ef diplómati hefur framið alvarlegan glæp á yfirráðasvæði sendiráðsins.

 

Það átti sér t.d. stað árið 1969 þegar sendiherra Myanmar, W. H. K. Boonwat, myrti konu sína í sendiráðsbústað á Siri Lanka og brenndi síðan lík hennar í bakgarðinum. 

 

Einnig má rjúfa friðhelgina ef sendiráðið er notað fyrir aðgerðir sem stríða gegn öryggi gestgjafalandsins eða hagsmunum þess.

 

Slíkar smugur hafa mörg lönd nýtt sér. Síðasta dæmið átti sér stað í apríl 2024 þegar lögreglan réðist inn í sendiráð Mexíkó í höfuðborg Equador, Quito.

 

Þar hafði fyrrum varaforseti Equadors, Jorge Glas, leitað skjóls og hælis eftir að hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir spillingu. 

Friðhelgi sendiráða rofin

Þann 1. apríl 2024 sprengdu Ísraelar sendiráð Írana í Sýrlandi og jöfnuðu fimm hæða háa byggingu við jörðu og drápu tvo herforingja úr byltingarvörðum Írans. En árásin í höfuðborg Sýrlands er alls ekki fyrsta árásin á diplómata annars lands. Hér eru þrjú dæmi um árásir sem kostuðu fjölmörg mannslíf. 

Sprengjuárás á sendiráð BNA (1998) 

Dagsetning: 7. ágúst 1998
Staður: Kenya og Tansanía
Tala látinna: 224

 

Nokkurn veginn á sama tíma keyrðu tveir vörubílar fullir af sprengiefni inn í sendiráð BNA í Nairobi, Kenya og Dar es Salaam, Tansaníu, þar sem þeir sprungu í loft upp. Árásir þessar voru skipulagðar af hryðjuverkasamtökunum Al-Qaeda og beindust gegn BNA sem svar við inngripum þeirra í Miðausturlöndum. Árásir þessar mörkuðu nýtt tímaskeið árása herskárra íslamista á skotmörk sem beindust gegn Vesturlöndum en áttu sinn þátt í að kveikja allsherjarstríð BNA gegn hryðjuverkum. 

Umsátur um sendiráð (1900)

Dagsetning: 20. júní -14. ágúst 1900
Staður: Kína
Tala látinna: 55

 

Sumarið 1900 varð sendiráðahverfi í Beijing fyrir umsátri kínverskra boxarauppreisnarmanna sem og hermanna keisaradæmisins. Þar var verið að mótmæla áhrifum vestrænna kaupsýslumanna og stjórnmálamanna í Kína og hugðust þeir varpa öllum útlendingum út úr landinu. Umsátrið stóð í næstum tvo mánuði en þrátt fyrir endurteknar árásir tókst sendiráðunum að standast atlögurnar þar til alþjóðlegur herstyrkur kom og rauf umsátrið. 

Kveikt í spænsku sendiráði (1980) 

Dagsetning: 31. janúar 1980
Staður: Guatemala
Tala látinna: 36

 

Í borgarastríðinu í Guatemala (1960-96) sat hópur maya-bænda og námsmanna um spænska sendiráðið í Guatemalaborg. Tilgangurinn var að mótmæla ofbeldi og kúgun ríkisstjórnarinnar. Lögreglan umkringdi sendiráðið og réðst á bygginguna. Það endaði með því að lögreglan kveikti í sendiráðinu sem leiddi til þess að fjölmargir mótmælendur og diplómatar fórust í logunum. 

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Public Domain,© IDF, © Michele Ferraris ,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Hver vegna veikjumst við meira á veturna?

Lifandi Saga

Spænska borgarastríðið: Heimshornaher gegn fasismanum

Jörðin

Hversu mikinn sand flytur sandstormur?

Náttúran

Af hverju er gler gegnsætt?

Lifandi Saga

Beittu áróðri gegn kynsjúkdómum

Alheimurinn

Að lágmarki 400 plánetur í sólkerfinu

Lifandi Saga

Hvenær varð Kasakstan til?

Náttúran

Hvaða gerð geislunar er skaðlegust?

Náttúran

Hvað er svartur ís (frostrigning)?

Náttúran

Á Suðurskautslandinu myndast dularfull vök af og til – nú vita vísindamenn ástæðuna

Náttúran

Órangútanapi græðir sár

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is