Lifandi Saga

Hvenær fengum við kynlífsleikföng? 

Árið 2005 söfnuðu þýskir fornleifafræðingar saman síðustu bútunum í púsluspili sem sýndi að steinaldarmenn léku sér með kynlífsleikföng fyrir næstum 30.000 árum.

BIRT: 08/01/2024

Árið 2005 fundu þýskir fornleifafræðingar við háskólann í Tübingen undarlegan stein í helli í sunnanverðu Þýskalandi. Þessi litli steinn virtist ekkert vera neitt sérlega merkilegur en fornleifafræðingarnir vissu að hann væri brot af öðrum steinbrotum sem höfðu áður fundist á sama stað. 

 

Þeir höfðu á réttu að standa. Þegar búið var að púsla öllum steinunum saman voru vísindamennirnir með nokkuð sérkennilegt fyrirbæri í höndunum: Dildó úr setbergi sem er trúlega meðal elstu kynlífsleikfanga sögunnar. 

Þessi forsögulegi steinlimur er um 20 cm langur og búinn til úr setbergi.

Steinninn er 28.000 ára gamall

Þessi 20 cm langi steinlimur fannst í hinum víðfrægu Hohle Fels-hellum, þar sem vísindamenn höfðu áður fundið marga einstaka muni frá forsögulegum tíma – meðal annars hafa þeir fundið í hellunum einhverjar elstu mannafígúrur sem og frumstæð hljóðfæri. 

 

Öskulagið sem steinar þessir fundust í sýnir að limurinn var mótaður fyrir um 28.000 árum. Stærð hans og slétt yfirborðið bendir til þess að hann hafi líklega verið notaður sem dildó, að mati vísindamanna. 

 

Samkvæmt Nicholas Conrad prófessor við háskólann í Tübingen sem hefur tekið þátt í að rannsaka steinliminn er hann „einkar haganlega slípaður“. 

 

Grikkir elskuðust með brauði

Á sögulegum tímum hafa slíkir munir fundist í Grikklandi til forna. Það er meira að segja talað um gripina í nokkrum fornum grískum gleðileikjum og eins má sjá myndir af þeim á grískum vösum. 

 

Grískir dildóar voru jafnan búnir til með því að fylla leðurhulstur með ull. Samkvæmt sumum fræðimönnum var önnur gerð þeirra svokallað olisbokollix – eins konar hart ofnbakað brauð mótað eins og limur manns í fullri reisn. 

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Hannes Wiedmann.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.