Hugtakið „pólitískur rétttrúnaður“ er hins vegar núna oft notað af manneskjum á hægri væng stjórnmála. Þeir nota hugtakið til að gagnrýna andstæðinga á vinstri vængnum sem láta sig samsemdarpólitík miklu varða – þar með talið að hreinsa tungumálið af hugtökum sem kunna að vera niðrandi fyrir minnihlutahópa í samfélaginu.
Hugmyndin er þó upprunalega komin frá vinstri vængnum til viðurkenningar á þeim mönnum sem voru taldir haga sér með lofsverðum hætti að mati flokksins.
Eftir öllum ummerkjum að dæma náði hugtakið sér fyrst á strik meðal embættismanna í rússneska kommúnistaflokknum eftir byltinguna þar í landi árið 1917.
Þar var hugtakið tengt við hollustu flokksfélaga sem aldrei viku burt af vegi pólitískrar línu flokksins og áttu sér jafnan bjarta framtíð innan kommúnistaflokksins.
Jósef Stalín og rússneskir kommúnistar voru fyrstir til að kalla hver annan „politically correct“.
Hægri tók yfir hugtakið
Þegar hugmyndin náði til Vesturlanda var hún einkum notuð í kaldhæðni af vinstri vængnum. Sem dæmi gerðu ungir sósíalistar upp úr 1970 grín að gömlum sósíalistum og kenndu þá við pólitískan rétttrúnað, því þeir eyddu miklum tíma í pólitíska naflaskoðun og tengdust rússneskum kommúnistum nánum böndum.
Það var síðan upp úr 1990 sem þessi lýsing var tekin yfir af hægrisinnuðum álitsgjöfum og öðlaðist neikvæða merkingu.
Einn veigamikill póstur í þessum efnum var útkoma bókarinnar „Illiberal Education“ frá 1991. Í bókinni hæðist íhaldssami rithöfundurinn Dinesh D’Souza að því hversu vinstrisinnað fólk einblínir á samsemdarpólitík.