Lifandi Saga

Hvenær varð Jesús hvítur?

Jesús er oft sýndur sem hvítur maður. en það passar ekki alveg við hvernig menn litu út á þessum tíma í Miðausturlöndum.

BIRT: 05/04/2023

Sagnfræðingar vita að hinn sögulegi Jesús var uppi fyrir um 2.000 árum. Það þýðir að hann hlýtur að hafa verið dökkur yfirlitum og með dökkt hár. En á fyrstu myndunum af Jesú er hann alls ekki þannig útlits. 

 

Jafnvel á elstu þekktu myndunum af Jesú frá því um 235 e.Kr. er hann sýndur sem sléttrakaður grísk-rómverskur maður.

 

Ástæðan er trúlega sú að markmiðið með fyrstu myndunum var að staðfesta Jesú sem leiðtoga nýrra trúbræðra innan kristninnar, fremur en að litið væri til raunsæis.

 

Því var hann skapaður í samræmi við hefðbundnar listgreinar þess tíma og líktist rómverskum guði.

 

Raunsæ mynd af Jesú:

Jesús er oft sýndur sem ljóshærður Evrópubúi – sem er örugglega rangt.

Hárið og skeggið voru líklega stutt og krullað með dökkbrúnan lit eða jafnvel svarbrúnt – eins og jafnan var raunin hjá Gyðingum í Júdeu.

Húðlitur Jesú og útlit er aldrei nefnt í Bíblíunni eða í öðrum sögulegum heimildum. Bíblían greinir þó frá því að Júdas þurfti að benda Rómverjum á Jesú fyrir krossfestinguna sem gæti bent til þess að Jesús hafi ekki skorið sig sérstaklega úr frá öðrum Gyðingum.

Árið 2001 nýttu sérfræðingar sér réttarmeinafræðilegar aðferðir til að endurskapa Jesú. Afraksturinn var stutthærður maður og dökkleitur með fremur grófa andlitsdrætti sem passar við hvernig Gyðingar litu jafnan út fyrir um 2.000 árum. 

Jesús er oft sýndur sem ljóshærður Evrópubúi – sem er örugglega rangt.

Hárið og skeggið voru líklega stutt og krullað með dökkbrúnan lit eða jafnvel svarbrúnt – eins og jafnan var raunin hjá Gyðingum í Júdeu.

Húðlitur Jesú og útlit er aldrei nefnt í Bíblíunni eða í öðrum sögulegum heimildum. Bíblían greinir þó frá því að Júdas þurfti að benda Rómverjum á Jesú fyrir krossfestinguna sem gæti bent til þess að Jesús hafi ekki skorið sig sérstaklega úr frá öðrum Gyðingum.

Árið 2001 nýttu sérfræðingar sér réttarmeinafræðilegar aðferðir til að endurskapa Jesú. Afraksturinn var stutthærður maður og dökkleitur með fremur grófa andlitsdrætti sem passar við hvernig Gyðingar litu jafnan út fyrir um 2.000 árum. 

Hinn hvíti Jesú öðlast útbreiðslu

Þessi tilhneiging hélt áfram á næstu öldum þar sem Jesús var sýndur stundum sem forn heimspekingur og fékk ljósa húð og ljóst sítt hár og skegg. Í býsantískum kirkjum var Jesús gjarnan sýndur með ljósa húð og þaðan breiddist þessi hefð út til annarra hluta Evrópu.

 

Á endurreisnartímanum kemur hann fram í mörgum meistaraverkum málara eins og t.d. Leonardo Da Vinci og Michelangelo.

 

Þegar evrópskir nýlenduherrar fóru út í heim fylgdi þessi ljósleiti Jesús með þeim og þannig náði hann fótfestu um heim allan. 

 

Þó eru til myndir af Jesú, þar sem hann líkist einstaklingum framandi þjóða eins og t.d. í Eþíópíu og Kína. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

GraphicaArtis/Bridgeman Images,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.