Sagnfræðingar vita að hinn sögulegi Jesús var uppi fyrir um 2.000 árum. Það þýðir að hann hlýtur að hafa verið dökkur yfirlitum og með dökkt hár. En á fyrstu myndunum af Jesú er hann alls ekki þannig útlits.
Jafnvel á elstu þekktu myndunum af Jesú frá því um 235 e.Kr. er hann sýndur sem sléttrakaður grísk-rómverskur maður.
Ástæðan er trúlega sú að markmiðið með fyrstu myndunum var að staðfesta Jesú sem leiðtoga nýrra trúbræðra innan kristninnar, fremur en að litið væri til raunsæis.
Því var hann skapaður í samræmi við hefðbundnar listgreinar þess tíma og líktist rómverskum guði.
Raunsæ mynd af Jesú:
Jesús er oft sýndur sem ljóshærður Evrópubúi – sem er örugglega rangt.
Hárið og skeggið voru líklega stutt og krullað með dökkbrúnan lit eða jafnvel svarbrúnt – eins og jafnan var raunin hjá Gyðingum í Júdeu.
Húðlitur Jesú og útlit er aldrei nefnt í Bíblíunni eða í öðrum sögulegum heimildum. Bíblían greinir þó frá því að Júdas þurfti að benda Rómverjum á Jesú fyrir krossfestinguna sem gæti bent til þess að Jesús hafi ekki skorið sig sérstaklega úr frá öðrum Gyðingum.
Árið 2001 nýttu sérfræðingar sér réttarmeinafræðilegar aðferðir til að endurskapa Jesú. Afraksturinn var stutthærður maður og dökkleitur með fremur grófa andlitsdrætti sem passar við hvernig Gyðingar litu jafnan út fyrir um 2.000 árum.
Jesús er oft sýndur sem ljóshærður Evrópubúi – sem er örugglega rangt.
Hárið og skeggið voru líklega stutt og krullað með dökkbrúnan lit eða jafnvel svarbrúnt – eins og jafnan var raunin hjá Gyðingum í Júdeu.
Húðlitur Jesú og útlit er aldrei nefnt í Bíblíunni eða í öðrum sögulegum heimildum. Bíblían greinir þó frá því að Júdas þurfti að benda Rómverjum á Jesú fyrir krossfestinguna sem gæti bent til þess að Jesús hafi ekki skorið sig sérstaklega úr frá öðrum Gyðingum.
Árið 2001 nýttu sérfræðingar sér réttarmeinafræðilegar aðferðir til að endurskapa Jesú. Afraksturinn var stutthærður maður og dökkleitur með fremur grófa andlitsdrætti sem passar við hvernig Gyðingar litu jafnan út fyrir um 2.000 árum.
Hinn hvíti Jesú öðlast útbreiðslu
Þessi tilhneiging hélt áfram á næstu öldum þar sem Jesús var sýndur stundum sem forn heimspekingur og fékk ljósa húð og ljóst sítt hár og skegg. Í býsantískum kirkjum var Jesús gjarnan sýndur með ljósa húð og þaðan breiddist þessi hefð út til annarra hluta Evrópu.
Á endurreisnartímanum kemur hann fram í mörgum meistaraverkum málara eins og t.d. Leonardo Da Vinci og Michelangelo.
Þegar evrópskir nýlenduherrar fóru út í heim fylgdi þessi ljósleiti Jesús með þeim og þannig náði hann fótfestu um heim allan.
Þó eru til myndir af Jesú, þar sem hann líkist einstaklingum framandi þjóða eins og t.d. í Eþíópíu og Kína.