Þegar á bronsöld, sem náði frá um 3000 – 500 f.Kr., var skjöldurinn notaður til varnar. Þetta vita menn frá fornleifafundum af skjöldum og frá myndum á m.a. krukkum og vopnum þess tíma. Slíkir munir hafa fundist á víðfeðmu svæði, allt frá Evrópu, Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum.
Óvíst er þó hver beitti fyrstur skildi eða hvenær. En elstu menjar eru frá bronsaldarmenningunni á Krít og Grikklandi. Þar hafa fornleifafræðingar fundið ótal myndir af skjöldum, m.a. bronshníf frá um 1600 f.Kr. sem fannst á Mýkenu á Pelópsskaga.
Á blaði dálksins má sjá veiðar þar sem ljón ráðast á fjóra menn vopnaða hnífum og allir verjast dýrinu að baki stórra skjalda. Fornegyptar kunna mögulega að hafa nýtt skildi á undan Grikkjum. Það má sjá hjá egypskum fótgönguliðum frá því um 3000 – 1500 f.Kr. Þeir voru vopnaðir bogum, spjótum og öxum og einhvern tíma með stóra tréskildi sér til varnar.
Í forhýsi að gröf hins unga Tútankhamons sem uppgötvaðist í Dali Konunganna árið 1922 hafa fundist átta skrautskildir. Skildirnir eru frá þeim tíma er Tútankhamon réði ríkjum frá 1333 – 1323 f.Kr. og sýna m.a. kónginn að ráða niðurlögum ljóns.
Egypsku fótgönguliðarnir báru viðlíka skildi úr tré.