Menning og saga

Hver er sannleikurinn um kristalshöfuðkúpurnar?

Í nýjustu Indiana Jones-myndinni er sagt að til séu 13 kristalshöfuðkúpur. Er þetta bara hreinn uppspuni?

BIRT: 04/11/2014

Í Spielberg-myndinni Indiana Jones og konungsríki kristalshöfuðkúpanna koma fyrir 13 kristalshöfuðkúpur í skáldaðri frásögn.

 

Í raunveruleikanum eru þekktar 12 kristalshöfuðkúpur. Af þeim eru 9 í einkaeign en hinar er að finna á British Museum í London, Smithsoninan-safninu í Washington og Quai Branly-safninu í París.

 

Arfsagnir herma að höfuðkúpurnar séu komnar frá Inkum, Olmekum eða Aztekum og samkvæmt því ættu þær ekki að vera yngri en um 500 ára.

 

Nýjar rannsóknir hafa hins vegar sýnt að höfuðkúpurnar eru miklu yngri og trúlega smíðaðar af evrópskum handverksmönnum undir lok 19. aldar.

 

Þær af þessum gagnsæu höfuðkúpum sem varðveittar eru á söfnum hafa nýlega verið rannsakaðar með margvíslegri tækni, allt frá öreindahraðli til útfjólublárra skanna.

 

Rannsóknirnar sýna að við smíðina hefur verið beitt mun þróaðri áhöldum en indíánar fyrir daga Kólumbusar höfðu yfir að ráða.

 

Vísindamennirnir segja höfuðkúpuna í British Museum hafa verið skorna úr kristalsblokkinni með nútíma verkfærum og slípaða með slípirokk, en slíkt tæki geta amerískir indíánar ekki hafa notað þar eð þeir þekktu ekki hjólið.

 

Rannsóknirnar sýndu líka að kristallarnir eru ekki frá Suður-Ameríku heldur Sviss eða Þýskalandi. En hitt er enn ráðgáta, hver smíðað hefur þessar höfuðkúpur.

 

Þó má rekja tvær þeirra til franska forngripasalans Eugène Boban, en eftir að hann lést árið 1909 kom í ljós að hann hafði ekki verið allur þar sem hann var séður. Það var Boban sem seldi höfuðkúpurnar sem nú eru á söfnunum í London og París.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is