Sneggsti vöðvi líkamans heitir orbucaliris oculi og eins og langflest önnur heiti á sviði líffærafræðinnar er nafnið á latínu, hinu forna alþjóðamáli. Þetta er hringvöðvi við augað og sér um að loka auganu sem hann gerir oft ósjálfrátt – þegar við deplum augunum.
Vöðvinn stjórnast reyndar bæði meðvitað og ómeðvitað. Hin ómeðvituðu viðbrögð geta orðið vegna skærs ljósblossa, hávaða eða t.d. þegar fingur nálgast augað.
Í öllum tilvikum er tilgangurinn sá að vernda augað og hornhimnuna fyrir sköddun og líklegast er það þess vegna sem viðbragðið er jafn snöggt og raun ber vitni.
0,1 sekúnda
Hringvöðvi augnalokanna, orbiculus oculi, getur dregið sig saman á aðeins 0,1 sekúndu og þar með viðbragðshraðasti vöðvi mannslíkamans.
Vöðvinn er líka að verki þegar við deplum augunum, hvort sem gerum það beinlínis meðvitað eða ekki. Þetta depl gegnir því hlutverki að hreinsa augun og væta það með táravökva til að koma í veg fyrir að augað þorni.
Við deplum þó augum að líkindum af fleiri ástæðum en bara til verndar og viðhalds.
Þú getur þakkað tveimur háþróuðum líffærum það að geta lesið þetta. Komdu með í ferðalag djúpt inn í augu þín, þar sem þú getur fræðst um hvernig augasteinar, stafir, keilur og taugabúnt umbreyta ljósi í hárfínar myndir.
Vísindamenn hafa t.d. uppgötvað að við deplum oft augunum í tengslum við það að beina augnaráðinu í nýja stefnu. Þetta sést greinilega þegar margt fólk er t.d. að horfa á íþróttaviðburð eða kvikmynd og allir færa augnaráðið á sama tíma.
Ástæðan er ekki ljós en suma vísindamenn grunar að hringvöðvinn eigi með einhverju móti þátt í hreyfingu augans.
Það er mismunandi hve oft við deplum augunum. Yngri konur gera það að meðaltali 19 sinnum á mínútu en yngri karlmenn 11 sinnum. Aftur á móti loka konur augunum ekki alltaf til fulls.
Þegar fólk eldist dregur úr tíðninni og það deplar augunum ekki jafn oft og á yngri árum.