Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Þegar stór hluti Rómar brann árið 64 e.Kr beindust grunsemdir margra að brjálaða keisaranum Neró sem átti víst að hafa spilað tónlist á meðan Róm brann.

BIRT: 25/02/2024

Þann 18. júlí árið 64 var steikjandi hiti í hinni tilkomumiklu höfuðborg Rómarríkis.

 

Því miður var nokkur strekkingur þennan dag sem reyndist óheppilegt þegar eldur varð laus síðla kvölds í kraðaki af sölubúðum, sem lágu þétt saman umhverfis Circus Maximus í miðborg Rómar.

 

Þrátt fyrir að margar hallir og opinberar byggingar væru úr steini og marmara, bjó mestur hluti íbúanna í tréhúsum, þannig að eldurinn breiddist skjótt út.

 

Einungis 4 af 14 hverfum Rómar sluppu við eldhafið. Það sem gerir brunann árið 64 frábrugðinn öðrum er að rómverska keisaranum Neró var kennt um að hafa kveikt eldana.

 

Sagt er að hann hafi óskað eftir nýju hallarstæði. Eins hermir sagan að hann hafi staðið á Palatinerhæð og spilað á líru meðan hann naut þess að horfa á eldslogana.

 

Myrti móður sína og eiginkonu

Nú er ekki hægt að segja að Neró hafi verið neinn fyrirmyndarborgari. Hann komst til valda aðeins 17 ára gamall árið 54 og er m.a. þekktur fyrir að hafa látið myrða bæði móður sína og eiginkonu.

 

Vinsældir hans meðal almennings voru því harla litlar. En þó er varla rétt að kenna honum um þennan afdrifaríka bruna.

 

Samkvæmt handritum sagnaritans Tacítusar var Neró hreint ekki staddur í Róm þegar eldurinn braust út – sem er þó engin sönnun fyrir því að hann hafi ekki staðið að baki eldsvoðanum – en hann hraðaði sér til Rómar þegar hann fregnaði ótíðindin.

 

Stjórnaði slökkvistarfinu

Fyrstu nóttina eftir heimkomuna fór hann víða og stjórnaði slökkvistarfinu. Þegar búið var að ráða niðurlögum brunans eftir 7 daga opnað hann höll sína fyrir heimilislausum.

 

Hann sá þeim einnig fyrir mat og sumir fræðimenn telja að hann hafi jafnvel goldið þetta með eigin peningum.

 

Eftir brunann gerði hann það sem í hans valdi stóð til að hindra samsvarandi slys. Hann lét skipuleggja borgina upp á nýtt þar sem öll hús voru byggð úr múrsteinum, með meira millibili og jafnframt voru götur Rómar breikkaðar.

 

Orðrómurinn lífseigur

Þrátt fyrir allt þetta framtak náðu sögusagnir um sekt Nerós fótfestu, en sjálfur tók hann að ofsækja lítinn kristinn söfnuð Rómar, sem hann taldi ábyrgan fyrir brunanum.

 

Sumir hinna kristnu voru rifnir í sundur af hundum en aðrir krossfestir eða brenndir. Orðróminn um eigin sök tókst Neró þó ekki að kveða niður.

 

Nú á dögum vita menn ennþá ekki hvernig eldarnir hófust, en þegar miklir hitar geisa og öflugur vindur blæs þarf í raun ekki annað en að lampi velti um koll.

HÖFUNDUR: ANDREAS ABILDGAARD

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is